Alex valinn í U-15 landsliðið

ksi-merkiAlex Þór Hauksson, leikmaður 3.fl.ka hjá Álftanesi, var í dag valinn í U-15 ára landslið Íslands, sem tekur þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna. Ísland keppir þar við Finnland, Armeníu og Moldavíu. Leikirnir fara fram í Sviss, 19 - 21.október. Þess má geta að Atli Dagur Ásmundsson var einnig valinn í landsliðsúrtakið en komst ekki í lokahópinn að þessu sinni.