Alex og Atli í úrtakshóp 15 ára landsliðs Íslands

alftanes114x150Tveir drengir úr 3. flokki Álftaness, þeir Alex Þór Hauksson og Atli Dagur

Ásmundsson, hafa verið valdir í 36 drengja úrtakshóp fyrir æfingar hjá

landsliði Íslands fyrir drengi yngri en 15 ára, U-15. Æfingar þessar eru

liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu

fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti.

Ólympíuleikar æskunnar fara svo fram í Nanjing í Kína, dagana 16.-28.

ágúst 2014.
 

Drengirnir, sem báðir eru fæddir árið 1999, eru uppaldir leikmenn hjá

Álftanesi og hafa leikið með öllum yngri flokkum félagsins.

Þeir eru vel að þessu komnir og ætti að vera öðrum knattspyrnuiðkendum á Álftanesi

hvatning. Þá er þetta jafnframt viðurkenning á því starfi sem unnið er í

þágu knattspyrnu yngri flokka á Álftanesi.