Flott frammistaða í bikarnum

kvennamyndMeistaraflokkar Álftaness stóðu sig vel í Borgunarbikarnum og voru nálægt því að komast í næstu umferð. Stelpurnar spiluðu við Hauka á Ásvöllum og töpuðu í vítaspyrnukeppni efitr framlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2 - 2. Edda Mjöll Karlsdóttir skoraði mörk Álftaness í leiknum. Nánari umfjöllun má sjá hér. Strákarnir tóku á móti Pepsideildarliði Víkings frá Ólafsvík á fimmtudaginn síðastliðinn. Fjölmargir áhorfendur sáu jafnan og skemmtilegan leik sem endaði með sigri Ólafsvíkinga 1 - 2. Mark Álftaness skoraði Guðbjörn Alexander Sæmundsson. Nánari umfjöllun má sjá á síðunni fótbolti.net.