Álftanes - Grótta: 1-5

Sæl, öllsömul!

Ég ætla þá að fara örfáum orðum um leik Álftaness go Gróttu sem fram í Faxaflóamóti fyrir skömmu við heldur sérstakar aðstæður. Í byrjun var ágætisveður og prýðilega aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þegar leikurinn var nýhafinn fór að snjóa og á skömmum tíma urðu aðstæður til knattspyrnuiðkunar vonlausar, í einu orði sagt.

Ekki voru liðnar nema tvær mínútur af leiknum þegar Grótta skoraði sitt fyrsta mark. Álftanes jafnaði í næstu sókn en þar var Gylfi Karl á ferð með gott mark. Eftir það var svolítið á brattann að sækja en Grótta náði að skora fjögur mörk áður en flautað var til leikhlés. Stóð því 1-5 í leikhléi, Gróttu í vil, sem voru nokkuð stórar tölur miðað við gang leiksins. 

Síðari hálfleikur var ekki marktækur en ekki var unnt að leika knattspyrnu vegna ofankomu. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og þar við sat. Lyktir leiks urðu því 1-5, Gróttu í vil. 

Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðuna en drengirnir lögðu sig alla fram við slakar aðst.æður. Fínir spilakaflar sáust framan af og ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Við erfiðan mótherja var að etja en lið Gróttu er mjög sterkt lið.  

Birgir þjálfari.

Leikur í Faxaflóamóti á morgun, laugardag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, laugardag, verður leikið í Faxaflóamóti þegar att verður kappi við Gróttu. Leikið verður á Stjörnuvelli og hefst leikurinn kl. 12. Mæting er í íþróttahúsið að Ásgarði kl. 11:10 en þar munu bæði lið fá búningsaðstöðu.

Allir iðkendur flokksins eru boðaðir. Öll forföll ber að tilkynna.

Birgir þjálfari.

Æfing fellur niður á morgun, laugardag

Sæl, öllsömul!

Vegna vallaraðstæðna í Garðabæ og slæmrar veðurspár fellur æfing niður á morgun, laugardag. Því miður!

Birgir þjálfari.