Æfing fellur niður í dag, miðvikudag

Sæl, öllsömul!

Vegna vallar- og veðuraðstæðna fellur æfing niður í dag, miðvikudag.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Faxaflóamóti - tilhögun

Sæl, öllsömul!

Vegna kappleiks í Faxaflóamóti á morgun, sunnudag, þurfa drengir að mæta í Kórinn í Kópavogi kl. 9:45 í fyrramálið, helst fullbúnir til leiks, en leikar hefjast kl. 10:30. 

Birgir þjálfari.

Æfingin á morgun, föstudag, inni í tækjasal

Sæl, öllsömul!

Æfingin á morgun, föstudag, verður öll inni í tækjasal þar sem íþróttasalurinn er í notkun.

Þá verður leikið í Faxaflóamóti á sunnudag, 1. desember, við Breiðablik 2. Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 10:30. Nánari tilhögun þessa verður kunngerð síðar. 

Birgir Jónasson þjálfari.