Leikur gegn Gróttu í Faxaflóamóti verður 14. desember

Sæl, öllsömul!

Ráðgerður leikur gegn Gróttu í Faxaflóamótinu verður laugardaginn 14. desember kl. 12. Reyna átti að leika umræddan leik á þriðjudag en Grótta gat ekki leikið á þeim tíma. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfing í tækjasal á morgun og leik frestað á laugardag

Sæl, öllsömul!

Æfingin á morgun, föstudag, verður öll inni í tækjasal þar sem íþróttasalurinn er upptekinn.  

Þá hefur leik í Faxaflóamóti á laugardag verið frestað um óákveðinn tíma vegna mikilla fyrirsjáanlegra forfalla. Líklegar verður hann í næstu eða þarnæstu viku, í síðasta lagi 14. desember nk.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfing fellur niður vegna landsleiks

Sæl, öllsömul!

Vegna landsleiks Króatíu og Íslands sem sýndur verður í sjónvarpi á morgun, þriðjudag, fellur æfing niður. 

Birgir Jónasson þjálfari.