Æfingaleikur við Hauka á sunnudag - tilhögun

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag verður leikinn æfingaleikur við B-lið Hauka. Um sterkt B-lið er að ræða og eru allir iðkendur 3. flokks boðaðir. Leikur þessi hefst kl. 15:30 (ekki kl. 16 eins og upphaflega var ráðgert) og fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Drengir þurfa að vera mættir kl. 14:45 á Ásvelli, fullbúnir til leiks. Keppnisskyrtur verða afhentar eftir atvikum. 

Á æfingunni á morgun, laugardag, verður svo farið yfir helstu áherslur leiks.

Einhver forföll eru fyrirsjáanleg en iðkendur eru hvattir til þess að tilkynna um allt slíkt.

Birgir Jónasson þjálfari.

Styrktaræfingar

Sæl, öllsömul!

Á morgun, föstudag, 1. nóvember, munu æfingar í tækjasal hefjast hjá 3. fokki drengja. Framkvæmd verður þannig háttað að innanhússtíma verður, að hluta, ráðstafað til umræddra æfinga. Fyrstu hálfu klukkustundina mun æfing fara fram í íþróttasal og í framhaldi mun ég fara með iðkendur í tækjasalinn í ca hálfa klukkustund.

Mun ég láta iðkendum í té skráningarblað sem þeir þurfa að fylla út meðan á æfingu stendur en ég mun svo taka umrætt skráningarblað í mínar vörslur að lokinni æfingu. Þetta geri ég til þess að tryggja að skráningarblöð glatist síður.

Enginn mun fara í tækjasalinn nema undir minni leiðsögn en Björgvin Júníusson, framkvæmdastjóri UMFÁ, mun verða mér innan handar eftir því sem þurfa þykir.

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfingaleikur á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Það athugast að ráðgert er að leika æfingaleik við B-lið Hauka á sunndag kl. 16. Mun leikur þessi fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Allir iðkendur eru boðaðir í leikinn. Nánari tilhögun síðar.

Birgir Jónasson þjálfari. 

Breytingar á æfingatöflu

Sæl, öllsömul!

Það athugast að eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á æfingatölflu flokksins:

Þriðjudagar: 19:45-21 (í stað 20-21) (æfingavöllur Stjörnunnar í Garðabæ).
Miðvikudagar: 18:15-19:30 (í stað 19-20) (minni gervigrasvöllur Stjörnunnar í Garðabæ í stað íþróttahúss).
Föstudagar: 19-20 (í stað 17:45-19) (íþróttahús í stað æfingavallar Stjörnunnar í Garðabæ).

Að öðru leyti er æfingatafla óbreytt.

Birgir Jónasson þjálfari.