FUNDARBOÐ

Sæl, öllsömul!

Hér með boða ég til fundar með foreldrum/forráðamönnum og iðkendum í 3. flokki drengja og stúlkna á mánudag, 20. janúar, kl. 19:30. Fundarstaður er hátíðarsalur íþróttahússins.

Fundarefni varðar fyrirhugað samstarf Álftaness og Stjörnunnar í 3. aldursflokki og því er brýnt að allir mæti.

Fundinn munu auk þjálfara og fyrirsvarsmanna UMFÁ sitja fulltrúar Stjörnunnar.

Birgir þjálfari.

Hópefli á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, frá kl. 16:30, munu þjálfarar og iðekndur hittast í hópeflisskyni í félagsaðstöðunni.

Drengir þurfa að taka með sér 1.000 krónur og mega auk þess hafa með sér gosdrykk en ráðgert að panta pitsu og horfa saman á kvikmynd.

Birgir þjálfari.

Fundur með iðkendum - MIKILVÆGT

Sæl, öllsömul!

Hér með boða ég til fundar með iðkendum í 3. aldursflokki, drengjum og stúlkum, á morgun, föstudag, kl. 17:30. Fundarstaður er félagasaðstaðan í íþróttahúsinu. Fundarefni verður kunngert nánar á fundinum. Mjög brýnt að allir mæti.  

Birgir þjálfari.

FUNDARBOÐ MIKILVÆGT

Ágætu foreldrar/forráðamenn drengja í 3. aldursflokki!

Hér með boða ég til fundar með ykkur og foreldrum/forráðamönnum stúlkna í 3. flokki á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, kl. 19:30. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu.

Fundarefni varðar framtíð 3. flokks drengja og stúlkna og því er afar brýnt að allir mæti og/eða fái einhvern fyrir sig í forföllum. Fundurinn er ekki ætlaður iðkendum!

Fundinn munu auk þjálfara sitja fulltrúar knattspyrnudeildar UMFÁ og framkvæmdastjóri.

Það athugast að tækniæfing fellur niður á morgun af þessum sökum.  

Birgir Jónasson þjálfari.