Næsta vika

Sæl, öllsömul!

Það athugast að ný æfingatafla tekur ekki gildi fyrr en eftir næstu viku en nánari fyrirkomulag þess verður kynnt sérstaklega, þ. á m. hvar æfingar fara fram.

Í næstu viku verður æft þrisvar í viku og munu æfingar fara fram á grasvellinum á Álftanesi. Æfingarnar verða á mánudag, þriðjudag og fimmtudag, frá kl. 18 til 19. 

Birgir þjálfari.  

Æfing fellur niður á þriðjudag vegna landsleiks - æfing á miðvikudag

Sæl, öllsömul!

Vegna landsleiks A-landsliða karla á morgun, þriðjudag, fellur æfing niður en þess í stað verður æft á miðvikudag og þá á sama tíma, þ.e. frá kl. 18 til 19.

Iðkendur eru hvattir til þess að fara á völlinn og styðja lið Íslands.

Birgir þjálfari.

Uppskeruhátíð UMFÁ

Knattspyrnuráð UMFÁ heldur hina árlegu uppskeruhátíð fimmtudaginn 13. september kl.17:30 í íþróttasal íþróttamiðstöðvar.

Allir þátttakendur á síðasta tímabili í knattspyrnu eru velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir tímabilið og léttar veitingar verða á boðstólum eftir afhendingu.

Með kærri kveðju,
Knattspyrnuráð UMFÁ