Leikur í Faxaflóamóti - tilhögun

Sæl, öllsömul!

Á morgun, laugardag, verður leikið í Faxaflóamóti þegar att verður kappi við sameiginlegt lið Hamars/Selfoss/Ægis. Leikur þessi hefst kl. 14 (ekki kl. 12) og verður leikið á gervigrasvellinum Selfossi.

Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 12 en lagt verður af stað í framhaldi með einkabifreiðum.

Allir iðkendur flokksins eru boðaðir og eru þeir foreldrar/forráðamenn sem hyggjast fara vinsamlegast beðnir um að staðfesta það hér inni á síðunni eða hafa samband við þjálfara. Greiða þarf 500 kr. eldsneytisgjald til þeirra sem leggja til bifreiðar.

Iðkendur eru hvattir til þess að haga undirbúningi sínum af fagmennsku, hafa allan tiltækan búnað meðferðis og klæðast helst fatnaði merktum félagi.   

Öll fyrirsjáanleg forföll ber að tilkynna, það auðveldar skipulagningu. 

Birgir Jónasson þjálfari.