Haukar - Álftanes: 2-1

Sæl, öllsömul!

Ég ætla þá að fara örfáum orðum um æfingaleik Hauka og Álftaness sem fór við prýðilegar aðstæður að Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag.

Um skemmtilegan leik var að ræða sem var að mestu í jafnvægi í byrjun leiks þar sem liðin skiptust á að sækja. Svolítið gegn gangi leiksins komu tvö Haukamörk með skömmu millibili um miðjan hálfleik en mörkin voru bæði í ódýrari kantinum. Þegar leið á fyrri hálfleik voru okkar drengir mun sterkari og sóttu miklu mun meira og tóku leikinn eiginlega yfir. Inn vildi knötturinn hins vegar ekki. Stóð 2-0 í leikhléi þar sem, að mér fannst, Álftanes var mun betra liðið.

Í síðari hálfleik sóttu okkar drengir án afláts en inn vildi knötturinn ekki fyrr en fimm mínútur lifðu eftir af leik. Þar var Alex Þór á ferð með gott mark eftir undirbúning frá Atla og Elíasi. Þar við sat og fleiri urðu mörk leiksins ekki. Lyktir leiks urðu því 2-1, Haukum í vil, sem að mínu mati er býsna rýr uppskera. 

Heilt yfir fannst mér spilamennskan afar góð, gott flæði var á knettinum og gott tempó. Frábær tilþrif sáust inn á milli þrátt fyrir hvert úrvalsgóða marktækifærið hefði ekki nýst. Svona er þetta stundum! Það sem ég var ánægðastur með var að Álftanes hélt knettinum vel innan liðs og fékk ekki á sig mark úr föstu leikatriði, nema úr vítaspyrnu. Mark Álftaness kom hins vegar eftir fast leikatriði en þetta höfum við verið að vinna skipulega í. Það má því segja að upplegg leiksins hafi gengið upp, ef svo má að orði komast.

Birgir Jónasson þjálfari.