Landsleikur - allir á völlinn

Sæl, öllsömul!

Í dag, fimmtudag, er ráðgert að iðkendur í 5. og 4. flokki drengja og stúlkna fari á landsleik kvenna þar sem Ísland og Úkraína etja kappi í umspili um laust sæti í úrslitakeppni EM 2013. Leikur þessi fer fram á Laugardalsvelli og mun hefjast kl. 18:30.

Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 17:30 en áformað er að fara á einkabifreiðum. Það er þó háð framlagi foreldra/forráðamanna iðkenda en vonandi geta sem flestir lagt til bifreiðar svo tryggja megi að allir komist á áfangastað. Athygli er vakin á því að frítt er inn á völlinn fyrir 16 ára og yngri. 

Iðkendur er hvattir til þess að klæða sig vel.

Tækniæfingar falla niður í dag af þessum sökum.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Nýtt fréttakerfi með athugasemdum

Tekið hefur verið í notkun nýtt fréttakerfi með athugunarsemdarkerfi til að auðvelda samskipti á milli fjálfara, iðkenda og forráðamanna.  

Leikur í Faxaflóamóti

Sæl, öllsömul!

Leikið verður í Faxaflóamóti á sunnudag þegar att verður kappi við Grindavík. Þar sem hvorugt liðið er með heimavöll hefur verið afráðið að leika í Hrópinu í Grindavík, sem er yfirbyggt knattspyrnuhús þar í bæ, í átta manna liðum í stað 11 manna liðum eins og lög gera ráð fyrir.

Af þessu tilefni munu allir iðkendur flokksins verða boðaðir og leiknir tveir leikir, í A- og B-liðum. Leikur A-liða verður þá í Faxaflóamóti en leikur B-liða æfingaleikur.

Nánari tilhögun þessa verður kunngerð hér á heimasíðunni á morgun, föstudag. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.