Grótta - Álftanes, stutt umfjöllun um leik í Faxaflóamóti

Sæl, öllsömul.

Ætla að fara örfáum orðum um leik okkar við Gróttu á laugardag. Svolítið var að á brattann á sækja hjá okkur að þessu sinni, einkum á ákveðnum köflum leiks. Það sem aðallega virtist ráða var stærðarmunur á liðnum sem var allmikill. Að sama skapi var líkamlegur styrktarmunur mikill. Þetta gerði okkur erfitt fyrir og fannst mér okkar drengir vera smeykir sökum þessa (sem er alls ekki óeðlilegt).

Góðir spilakaflar sáust þó hjá okkur inni á milli. Náðum við að skapa okkur góð marktækifæri og skora sex mörk. Öll mörkin komu eftir góða og lipra spilamennsku þar sem knötturinn var látinn ganga. Mörk okkar gerðu Daníel 2, Gunnar 2, Dagur 1 og Sveinn 1.

Heilt yfir er ég sáttur við frammistöðuna. Við vissum að þetta yrði erfitt og sú varð raunin. Það sem við hefðum mátt gera betur er að mér fannst uppspil okkar oft og tíðum ganga hægt og drengir voru að nota of margar snertingar. Hægði það á leik okkar. Það sem var vel gert var að drengir héldu haus, þrátt fyrir mótlæti, og héldu áfram að leika knattspyrnu allt fram á síðustu mínútu.

Birgir Jónasson þjálfari.