Haukar - Álftanes - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um æfingaleikinn við Hauka sem fram fór í dag, sunnudag, í Risanum í Hafnarfirði. Leikið var átta gegn átta og var um hörkuleik að ræða þar sem lyktir urðu 11-11. Fullt af fallegum tilþrifum og leiftrandi sóknarleik. 

Því miður mættu eingöngu fimm drengir frá Álftanesi og því þurftum við að fá þrjá lánsmenn frá Haukum. Aðeins einn drengur boðaði forföll og því átti ég von á að sjá a. m. k. sex til sjö drengi til viðbótar í Risanum. Ég spyr því, hvar voru drengir í dag?

Af þessu tilefni ætla ég ekki fara nákvæmlega í hvernig þróun leiksins varð en það voru lánsmenn frá Haukum sem sáu einkum um markaskorun, að undanskildum þremur mörkum frá Guðmundi Inga sem lék sem útileikmaður í síðari hálfleik. 

Birgir þjálfari.