Rúta í Mosfellsbæ

Sæl, öllsömul!

Það athugast að rúta mun ferja stúlkurnar í Mosfellsbæ á morgun (aðra leið). Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 14:30 en þaðan mun rútan fara.

Það athugast að stúlkur þurfa að hafa meðferðis hollt og gott nesti en verkefnið mun krefjast mikillar orku - þrír leikir á fjórum klukkustundum.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Æfing á 17. júní

Sæl, öllsömul!

Það athugast að æfing er á morgun, 17. júní, á hefðbundnum tíma. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Keppni í Íslandsmóti hefst á miðvikudag

Sæl, öllsömul!

Það athugast að á miðvikudag, 19. júní, verður leikið í Íslandsmóti í sjö manna knattspyrnu hjá 4. flokki stúlkna. Um fyrstu lotu, af samtals þremur, er að ræða þar sem allir leika við alla en samtals eru fjögur lið sem leika í þessum riðli. Um ræðir því þrjá leiki þar sem att verður kappi við Aftureldingu, Grindavík og Gróttu. Leikið verður að Tungubökkum í Mosfellsbæ að þessu sinni. 

Leikar hefjast kl. 16 umræddan dag en nánari upplýsingar um leikjaniðurröðum má finna undir eftirfarandi slóð: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=30567. Ráðgert er að síðasta leik muni ljúka um kl. 20.  

Allar stúlkur flokksins eru boðaðar í umrætt verkefni og þurfa þær að vera mættar á leikstað eigi síðar en kl. 15:15. Fyrirsjáanleg forfoll ber að tilkynna. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Mátunardagur á morgun, þriðjudag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, þriðjudag, 11. júní, kl. 17:15, verður mátun á treyjum sem ætlaðar eru iðkendum í ferð útlanda síðar í sumar. Iðkendur eru hér með boðaðir á umræddum tíma en mátun fer fram í félagsaðstöðunni. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.