Næsta fjáröflun

Hæ hæ öll

Þá er komið að næsta fjáröflun.

Um er að ræða sölu á SÁÁ álfinum og rennur hagnaður sölunnar að þessu sinni til unglingastarfs þess félags. Salan fer fram frá 7. – 12. maí.

Salan er fyrir allar stelpur (og stráka) sem fara til  Danmerkur en auk þess taka meistaraflokkar þátt. Hagnaður skiptist jafnt á milli þeirra sem taka þátt.

Á æfingu á morgun (mánudag) verður hverfum skipt á krakkana og á þriðjudaginn kl. 17 biðjum við foreldra og krakkana að mæta í íþróttahúsið til að fá Posa og álfa til afhendingar. Auk þess verður kennt á posana.

Salan hefst svo strax sama dag (strax á eftir) og lagt er upp að henni verði lokið á miðvikudagskvöld.

Salan í Garðabæ verður svo á fimmtudaginn en þá reiknum við með því að foreldrar og krakkar hittist aftur, sameinast verður í bíla og ráðist á Ásahverfi og Sjálandið.

 Þegar nær dregur helgi munum við setja niður vaktir með meistaraflokkunum en reiknað er með að karakknir standi vaktir við verslunarkjarna í Garðabæ um næstu helgi.

 Ármann  (s: 840-6836 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) hefur umsjón með sölunni og hann eða foreldraráðin veita nánari upplýsingar.

Eftir þessa fjáröflun er svo markmiðið að gera eitthvað SKEMMTILEGT saman og sendum við nánari upplýsingar um það er nær dregur...smá partý....fagn...stuð.....eitthvað gaman...verðlaun.....

 

Sjáumst

 Foreldraráðin

Æfing fellur niður 1. maí

Sæl, öllsömul!

Það athugast að æfing fellur niður á morgun, miðvikudag, 1. maí. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Morgunæfing fellur niður í fyrramálið

Sæl, öllsömul!

Af óviðráðanlegum orsökum fellur morgunæfing niður í fyrramálið, þriðjudaginn 30. apríl.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.

Álftanes-Breiðablik

Komið þið sæl.

Hér kemur stutt umfjöllun um leik okkar við Breiðablik sem fór fram í dag sunnudag (28 april).

Um hörkuleik var að ræða og var gaman að sjá að okkar stelpur gáfu Blika stelpum ekkert eftir.

Í fyrri hálfleik léku okkar stelpur gegn vindi og leistu það mjög vel fékk boltinn að ganga vel manna á milli.
Og náðu þær að skapa sér nokkur færi sem þær hefðu getað nýtt aðeins betur. En þegar tíu mínútum voru eftir af fyrrihálfleik nær
Breiðablik forystunni með góðu langskoti en aðeins tveim mínútum síðar náum við að jafna með marki frá Sölku sem slapp ein í gegn og klárði það vel.

Í seinni hálfleik lékum við undan vindi og lékum nokkuð vel og gáfum fá færi á okkur en þegar leið
á seinnihálfleikin nær Breiðablik að skora og komast yfir.Og eftir að er jafnræði á liðinum og skiftast á
að sækja og þegar lítið var eftir fórum við að taka aðeins meiri áhættu og fórum að sækja á fleirri mönnum til að reyna jafna.
VIð það varð aðeins meira álag í vörninni en leistu þær stelpur það vel en með síðustu spyrnu leiksins náðu
Breiðabliksstúlkur að skora þriðja markið og endaði leikurinn því 3-1 fyrir Breiðablik.

Yfir heildinna er ég mjög ánægður með leikinn þar sem spil okkar stúlkna var mjög gott og var gaman að sjá
hve vel spilandi þær voru og náðu að skap sér nokkur færi með fallegu spili.
Eins var varnarleikurinn góður og báráttan var til fyrirmyndar þar sem þær gáfu sig allar í leikinn og
gáfust aldrei upp.


Úrslit.

Álftanes-Breiðablik 1-3 (Salka)

KV
Guðbjörn þjálfari