Leikur í Faxaflóamót í Kórnum, ekki á Stjörnuvelli

Sæl, öllsömul!

Það athugast að leikurinn við Stjörnuna í Faxaflóamóti á laugardag fer fram inni í Kórnum í Kópavogi en ekki á Stjörnuvelli. Að öðru leyti er allt óbreytt.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Mátunardagar/Aðalfundur

Komið þið sæl.

Mátunardagur fyrir Hummel-fatnað UMFÁ

Þriðjudaginn 16.apríl verður mátunardagur fyrir Hummel-fatnað hjá
UMFÁ. Mátunin fer fram á neðri gangi íþróttamiðstöðvarinnar frá kl.
17:00 til 19:00. Greiða skal fyrir fatnaðinn við pöntun. Við hvetjum
alla sem eiga eftir að kaupa Álftanes-búninginn til að nota tækifærið
og ganga frá því á þriðjudaginn.

Aðalfundur UMFÁ

Aðalfundur UMFÁ 2013 verður haldinn í hátíðasal íþróttamiðstöðvar
Álftaness fimmtudaginn 18.apríl kl. 20:00. Dagskrá: venjuleg
aðalfundarstörf.

Kveðja, stjórn UMFÁ

Grótta - Álftanes: 4-4

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um æfingaleik Álftaness og Gróttu sem fram fór á Gróttuvelli við fremur slæmar aðstæðar vegna vinds og kulda. Leikið var í sjö manna knattspyrnu. 

Um hörkuleik var að ræða þar sem Grótta hóf leik af miklum krafti og náði að skora tvö mörk snemma leiks. Okkar stúlkur komust smám saman inn í leikinn og náðu að minnka muninn í fyrri hálfleik en leikar stóðu 2-1, Gróttu í vil, í leikhléi. Í síðari hálfleik var leikurinn í algjörum járnum þar sem okkar stúlkur náðu að setja þrjú mörk og Grótta tvö. Lyktir urðu því 4:4 sem verða að teljast nokkuð sanngjörn útslit miðað við gang leiksins. Mörk Álftness gerðu Salka 2 og Snædís 2.

Heilt yfir var ég nokkuð sáttur við leik stúlknanna þrátt fyrir að þær hafi leikið betur. Ágætt flæði var á knettinum og margar sóknir leiftrandi og vel útfærðar. Of mikið að einföldum hlutum voru þó að flækjast fyrir stúlkunum, s. s. sendingar og móttaka undir engri pressu. 

Birgir þjálfari. 

Páskafrí - tilhögun

Sæl, öllsömul!

Frí verður frá æfingum frá 28. mars til 1. apríl nk. Síðasta æfing fyrir páska er því á miðvikudag, 27. mars, og fyrsta æfing eftir páska þriðjudaginn 2. apríl.

Tekið skal fram að hvorki er morgunæfing þriðjudaginn 26. mars né 2. apríl.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.