Æfing fellur niður í dag, miðvikudag

Sæl, öllsömul!

Æfing fellur niður í dag, miðvikudag, vegna veðurs og slæmrar veðurspár.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Ía - Álftanes

Komið þið sæl.

Hér er stutt umfjölfun um leik okkar við ÍA sem fór fram í Akraneshöllinni.

Um hörkileik var að ræða þar sem jafnræði fór á með liðinum og sóttu þau á báða bóga.Fengum við nokkur færi í byrjun leiks
en náðum ekki að nýta þau.En um miðjan hálfleikinn ná ÍA stelpur forystunni en okkar stelpur heldu áfram og ná
að jafna með marki frá Halldóru eftir það heldu liðin áfram að sækja á hvort annað.Svo rétt fyrir hálfleik ná ÍA stelpur svo
forystuni aftur og var staðn 2-1 í hálfleik.
En í seinni hálfleik náðu okkar stelpur sér heldur betur á skrið og spiluðu mjög vel og sköpuðu sér nokkur færi og
nýttu þau vel og náðu þær að skora þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Og með góðum varnarleik héldu þær markinu hreinu.
Og náðu að landa sigri 4-2.

Yfir heildinna er ég mjög ánægður með leikinn og var gaman að sjá hversu báráttu glaðar þær voru.Eins var gaman að
sjá að þær voru farnar að senda boltan í lausu svæðin og koma með góð hlup í þau.

Úrslit.
Ía - Álftanes 2-4 (Halldóra 3 og Snædís 1 )

KV Guðbjörn þjálfari

Fjáröflun / Páskaegg

Hæ Stelpur,

Þá er komið að næstu fjáröflun hjá okkur, við ætlum að ganga í hús og selja páskaegg núna í vikunni og það á að vera búið að fara í hús fyrir fimmtudags morgun og skila inn sölutölum.

Það verður úthlutað hverfi á æfingu á morgun í Garðabæ þannig að það er mjög áríðandi að sem flestar mæta á æfingu.

Fh. Foreldraráðs.

Ármann (pabbi Sölku)

Leikur í Faxaflóamóti á laugardag - tilhögun

Sæl, öllsömul!

Á laugardag, 2. mars, verður leikið í Faxaflóamóti þegar att verður kappi við ÍA. Mun leikur þessi fara fram í Akraneshöllinni og hefjast kl. 16.

Allar stúlkur flokksins eru boðaðar, auk eftirfarandi stúlkna í 5. flokki: Eva, Hekla, Selma og Sylvía. Þá er María enn fremur boðuð.

Ráðgert er að fara á einkabifreiðum og er mæting við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 14:15. Lagt verður af stað í framhaldi. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis og þeir sem hyggjast fara eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta það hér inni á síðunni.

Öll fyrirsjáanleg forföll eiga að tilkynnast, það auðveldar skipulagningu.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.