Íslandsmót í Futsal innanhússknattspyrnu

Sæl, öllsömul!

Athygli er hér vakin á því að á sunnudag, 20. janúar, verður leikið í Íslandsmóti í Futsal innanhússknattspyrnu. Um ræðir keppni í B-riðli sem fram fer á Álftanesi. Ráðgert er að mótið standi frá kl. 15-17 umræddan dag.  

Nánari tilhögun verður kunngerð síðar í vikunni en reikna má með að allar stúlkur flokksins verði boðaðar.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Morgunæfingar - breyttur æfingatími

Sæl, öllsömul!

Það athugast að morgunæfingar verða eftirleiðis á þriðjudögum, á sama tíma og áður (7:10-7:50), frá og með þriðjudeginum 15. janúar.

Birgir þjálfari. 

Leikur í Faxaflóamóti á laugardag

Sæl, öllsömul!

Athygli er hér vakin á því að á laugardag, 12. janúar, verður leikið í Faxaflóamóti þegar att verður kappi við Stjörnuna. Mun leikur þessi fara fram á gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ og hefjast kl. 11:20.

Allar stúlkur flokksins eru boðaðar sem og eftirfarandi stúlkur í 5. aldursflokki: Eva, Hekla, Selma og Sylvía. Stúlkur þurfa að vera mættar á leikstað kl. 10:30, helst í fatnaði merktum félagi. Öll förföll bera að tilkynna.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Morgunæfingar

Sæl, öllsömul!

Það athugast að morgunæfingar hefjast ekki fyrr en í næstu viku.

Birgir þjálfari.