Það verður æfing

Sæl, öllsömul!

Það verður æfing í Garðabæ í kvöld, miðvikudag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikur í Faxaflóamóti á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, 4. nóvember, verður leikið í Faxaflóamóti þegar att verður kappi við ÍA. Er leikur þessi í keppni B-liða í A-riðli mótsins. Fer hann fram í Akraneshöllinni á Akranesi og hefst kl. 15:20.

Allar stúlkur flokksins eru boðaðar auk eftirtalinna stúlkna í 5. flokki: Eva Maren, Freyja, Hekla, Sylvía og Veronika. 

Stúlkur þurfa að vera mættar í Akraneshöllina um það bil 50 mínútum fyrir leik með allan tiltækan búnað meðferðis og helst í fatnaði merktum félagi.

Ráðgert er að fara á einkabifreiðum og eru þeir foreldrar/forráðamenn sem hyggjast fara beðnir um að láta þjálfara vita hér inni á síðunni. Það auðveldar skipulagningu.

Öll frekari forföll ber að tilkynna en þegar hafa þær Ída María og Selma boðað forföll.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Æfingar á þriðjudögum - breyting

Sæl, öllsömul!

Það athugast á æfingar á þriðjudögum í íþróttahúsinu verða eftirleiðis frá kl. 18-19 í stað 17-18. Mun æfingatöflu verða breytt í samræmi við þetta.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Landsleikur - allir á völlinn

Sæl, öllsömul!

Í dag, fimmtudag, er ráðgert að iðkendur í 5. og 4. flokki drengja og stúlkna fari á landsleik kvenna þar sem Ísland og Úkraína etja kappi í umspili um laust sæti í úrslitakeppni EM 2013. Leikur þessi fer fram á Laugardalsvelli og mun hefjast kl. 18:30.

Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 17:30 en áformað er að fara á einkabifreiðum. Það er þó háð framlagi foreldra/forráðamanna iðkenda en vonandi geta sem flestir lagt til bifreiðar svo tryggja megi að allir komist á áfangastað. Athygli er vakin á því að frítt er inn á völlinn fyrir 16 ára og yngri. 

Iðkendur er hvattir til þess að klæða sig vel.

Tækniæfingar falla niður í dag af þessum sökum.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.