Æfing á morgun, fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Þar sem enginn leikur er á Rey cup á morgun, fimmtudag, verður æfing á hefðbundnum tíma, þ.e. frá kl. 17:15. Verður hún ca klukkustund og af léttara tagi. 

Birgir þjálfari.

Rey cup, skjal með helstu upplýsingum

Sæl, öllsömul!

Undir eftirfarandi slóð má finna skjal sem Ármann Úlfarsson tók saman og hefur að geyma helstu grunnupplýsingar um þátttöku 4. flokks stúlkna á Rey cup: http://www.umfa.is/images/Myndir/KND/reycup2.pdf.

Skjalið er bæði ætlað iðkendum og foreldrum/forráðamönnum. Best væri ef hver og einn iðkandi mundi prenta skjalið út og hafa tiltækt meðan á móti stendur.  

Birgir þjálfari.

Æfingin á morgun, setning Rey cup o.fl.

Sæl, öllsömul!

Æfingin á morgun, miðvikudag, verður frá kl. 17 til 18 og af léttara tagi þar sem erfitt mót framundan.

Hið alþjóðlega knattspyrnumót Rey cup verður svo sett annað kvöld, kl. 21, í Laugardalnum (á gervigrasvelli Þróttar). Við ætlum að vera viðstödd þá athöfn en lagt verður af stað frá íþróttahúsinu á Álftanesi kl. 20. Við það tilefni eiga iðkendur að vera í fatnaði merktum félagi. Farið verður á einkabifreiðum og verður raðað niður á bifreiðar á staðnum svo tryggt sé að allar komist á áfangastað. Þeir foreldrar/forráðamenn sem ætla að leggja til bifreiðar þurfa svo að tryggja að allir komist til síns heima en setningarathöfn mun ljúka um kl. 22.

Fyrsti leikur móts er svo á fimmtudag kl. 13, sbr. leikjadagskrá sem þegar hefur verið birt. Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 11:30 þann dag og er ráðgert að farið verði á Álftanes á ný að leik loknum.

Frekara framhald verður svo rætt á fimmtudag en það ræðst nokkuð af veðri og vindum, t.d. hvort farið verði á Álftanes á milli leikja o.fl.

Iðkendur eru beðnir um að hugsa vel um sig meðan á móti stendur, gæta að hvíld og svefni, matarræði og hafa alla gos- og sykurneyslu í lágmarki (helst enga). Þá er of mikil síma- og tölvunotkun ekki æskileg og a.m.k. tveimur klukkustundum fyrir og einni eftir leik er hún bönnuð, nema nauðsyn krefji. Að mati þjálfara þarf einbeiting að vera eins og best verður kosið og allir utanaðkomandi þættir sem truflað geta hana eru óæskilegir.

Birgir þjálfari.

Rey cup, leikjadagskrá

Sæl, öllsömul!

Vek athygli á að búið er að birta dagskrá leikja inni á vefsíðu Rey cup, www.reycup.is. Um ræðir eftirfarandi vefslóð: http://www.reycup.is/D10/_Files/ReyCup_21.7_Leikjadagskra_2014_drog.pdf.  

Eins og sjá má er um að ræða einn kappleik á fimmtudag, tvo á föstudag, tvo á laugardag og loks einn kappleik um sæti á sunnudag.

Eftir því sem þurfa þykir mun nánari tilhögun verða birt hér inni á heimasíðunni eigi síðar en á miðvikudag en að kvöldi þess dags verður mótið sett.

Birgir þjálfari.