Þjálfunartímabili lokið

Sæl, öllsömul!

Þjálfunartímabilinu er nú lokið og vil ég nota tækifærið og þakka öllum fyrir tímabilið. Þetta hefur verið sérlega skemmtilegur tími og frammistaða ykkar til fyrirmyndar. 

Því miður átti ég ekki tök á að vera með ykkur nú á allra síðustu dögum, af óviðráðanlegum orsökum. Enn eigum við eftir að slútta tímabilinu og að óbreyttu er ráðgert að gera það aðra helgi, líklega sunnudaginn 7. september nk., eða í vikunni þar á eftir. Vil ég biðja iðkendur um að fylgjast með hér inni á síðunni en nánari tilkynning um fyrirkomulag verður væntanlega sett inn í lok næstu viku.   

Birgir þjálfari.

Æfing fellur niður í dag, mánudag

Sæl, öllsömul!

Af óviðráðanlegum orsökum fellur æfing niður í dag, mánudag.

Birgir þjálfari.

Fundur með foreldrum/forráðamönnum á fimmtudag

Ágætu foreldrar/forráðamenn!

Hér með boðar stjórn knattspyrnudeildar Álftaness til fundar með foreldrum/forráðamönnum stúlkna í 4. aldursflokki á fimmtudag, 28. ágúst, kl. 20. Um ræðir sameiginlegan fund með foreldrum/forráðamönnum stúlkna á eldra ári í 5. aldursflokki.

Fundarefni er fyrirkomulag komandi þjálfunartímabils. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu.

Fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar,
Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.

Ferð á landsleik og breyttur æfingatími á morgun, fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, fimmtudag, er ráðgert að fara og horfa á landsleik Íslands og Danmerkur hjá A-landsliði kvenna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:30.  

Stúlkur þurfa að mæta við íþróttahúsið kl. 18:30 en lagt verður af stað í framhaldi og eigi síðar en kl. 18:45. 

Ráðgert er að foreldrar/forráðamenn leggi til þær bifreiðar sem til þarf. Ármann R. Úlfarsson ætlar að leggja til bifreið og fara á leikinn. Líklega mun svo þurfa eina til tvær bifreiðar í viðbót en ekki er skilyrði að þeir sem ekið geta fari á leikinn heldur er fullnægjandi að viðkomandi geti selflutt stúlkur fram og til baka. 

Af þessu tilefni verður æfingin á morgun frá kl. 16:30 til 17:30. Mun Guðbjörn Harðarson annast hana en sjálfur verð ég fjarri góðu gamni. 

Birgir þjálfari.