Þjálfunartímabili slúttað

Sælar, stúlkur!

Á föstudag, 5. september, kl. 17:30 ætlum við (þjálfari og iðkendur) að ljúka þjálfunartímabilinu en af því tilefni ætlum við að hittast í félagsaðstöðunni, horfa saman á kvikmynd (við hæfi stúlkna á þessum aldri) og panta pitsur. Stúlkur þurfa sjálfar að koma með drykki og 700 krónur fyrir pitsunni. 

Birgir þjálfari.

Þjálfunartímabili lokið

Sæl, öllsömul!

Þjálfunartímabilinu er nú lokið og vil ég nota tækifærið og þakka öllum fyrir tímabilið. Þetta hefur verið sérlega skemmtilegur tími og frammistaða ykkar til fyrirmyndar. 

Því miður átti ég ekki tök á að vera með ykkur nú á allra síðustu dögum, af óviðráðanlegum orsökum. Enn eigum við eftir að slútta tímabilinu og að óbreyttu er ráðgert að gera það aðra helgi, líklega sunnudaginn 7. september nk., eða í vikunni þar á eftir. Vil ég biðja iðkendur um að fylgjast með hér inni á síðunni en nánari tilkynning um fyrirkomulag verður væntanlega sett inn í lok næstu viku.   

Birgir þjálfari.

Æfing fellur niður í dag, mánudag

Sæl, öllsömul!

Af óviðráðanlegum orsökum fellur æfing niður í dag, mánudag.

Birgir þjálfari.

Fundur með foreldrum/forráðamönnum á fimmtudag

Ágætu foreldrar/forráðamenn!

Hér með boðar stjórn knattspyrnudeildar Álftaness til fundar með foreldrum/forráðamönnum stúlkna í 4. aldursflokki á fimmtudag, 28. ágúst, kl. 20. Um ræðir sameiginlegan fund með foreldrum/forráðamönnum stúlkna á eldra ári í 5. aldursflokki.

Fundarefni er fyrirkomulag komandi þjálfunartímabils. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu.

Fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar,
Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.