HK - Álftanes, stutt umfjöllun um leik í Íslandsmóti

Sæl, öllsömul.

Ætla að fara örfáum orðum um leikinn við HK í gær.

Byrjuðum leikinn betur og skoruðum snemma leiks. Fyrri hálfleikur var nánast einstefna en veður setti nokkurt strik í reikninginn, en talsverður vindur var, sem við lékum með í bakið í fyrri hálfleik. Náðum við að setja fjögur mörk í fyrri hálfleik gegn einu frá HK (mörk okkar gerðu Emilía 3 og Vaka 1). Þrátt fyrir þessa stöðu gekk okkur erfiðlega að ráða við knöttinn vegna vinds og mikið var um háloftaspyrnur og ónákvæmar sendingar. Heilt yfir var þó fyrri hálfleikur góður. 

Í síðari hálfleik byrjuðum við betur en smám saman jafnaðist leikurinn. Síðari hluti síðari hálfleiks var hálfgerð einstefna að okkar marki, þar sem við vorum undir alls staðar, og náði HK að setja á okkur fjögur mörk, án þess að við næðum að svara því. Lyktir urðu því 5-4, HK í vil. Get ekki sagt að sigur HK hafi endilega verið verðskuldaður.

Heilt yfir fannst mér frammistaða okkar ekki nægjanlega góð, þrátt fyrir ágæt tilþrif í fyrri hálfleik og góð mörk. Okkur gekk hins vegar illa að halda knettinum niðri á jörðinni og spila honum upp völlinn, eins og við getum gert og höfum gert. Þá fannst mér við falla of mikið niður á sama plan og lið HK, sem var ekki vel spilandi og byggði einkum á líkamlegum styrk. Þá fannst mér við ekki vinna nægjanlega vel úr stöðunni maður gegn manni og vorum einhvern veginn undir í návígjum úti á vellinum.

Við söknuðum nokkurra stúlkna í leiknum en þrátt fyrir það getum við gert betur og það munum við gera í næsta leik. Er sannfærður um það.  

Birgir Jónasson þjálfari.