Stjarnan 2 - Álftanes, stutt endurgjöf um leik í Faxaflóa-/Reykjavíkurmóti

Sæl, öllsömul.

Örstutt endurgjöf um kappleik gærdagsins hjá B-liði.

Vorum betra liðið frá fyrstu mínútu, sóttum og sóttum, en framan af vildi knötturinn ekki inn. Mótvindurinn í fyrri hálfleik virtist gera okkur erfitt fyrir en einnig ákveðinn skortur á yfirvegun við markið. Náðum að brjóta ísinn í síðari hálfleik og gerðum þá fimm mörk (Heiða Lóa 2, Anna Magnþóra 1, Bjartey 1 og Freyja 1). Góður og öruggur 0-5 sigur því uppskeran. 

Heilt yfir fannst mér frammistaðan virkilega góð, þá einkum í síðari hálfleik. Fengum urmul marktækifæra og fimm þeirra nýttust. Mér fannst spilakaflar okkar í leiknum góðir og mér fannst meiri hraði í okkar leik en oft áður. Uppspilið var gott úr öftustu varnarlínu, einkum frá miðvörðum. Mér fannst við nota breidd vallar nokkuð vel en nokkuð vantar þó en upp á fríhlaup hjá okkur án knattar. Allt er þetta á réttri leið og verkefnin hjá okkur hafa verið við hæfi.

Birgir Jónasson þjálfari.