Keflavík - Álftanes: 9-3

Sæl, öllsömul!

Við þjálfarar ætlum þá að fara örfáum orðum um æfingaleik við sameiginlegt lið Keflavíkur/Reynis/Víðis sem fram fór um síðustu helgi í Reykjaneshöll. 

Stúlkurnar voru nokkuð lengi í gang og léku ekki vel í fyrri hálfleik og Suðurneskjastúlkur gengu á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Á köflum voru þó prýðilegir spilakaflar í hálfleiknum hjá okkar stúlkum en alltof ódýr mörk komu þó. Þá sköpuðu stúlkurnar sér nokkur góð marktækifæri sem ekki nýttust. Stóðu leikar 6-0 í leikhléi. 

Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum og var þá jafnræði með liðunum. Náðu bæði lið að skora þrjú mörk og urðu lyktir leiks 9-3, Suðurnesjastúlkum í vil. Mörk Álftaness gerðu: Salka 2 og Snædís 1.  

Heilt yfir erum við þjálfarar nokkuð sáttir við leik liðsins. Fyrri hálfleikur var slakur en síðari hálfleikur virkilega góður. Virkilega gaman var að sjá hvernig stúlkurnar rifu sig upp og gáfust ekki upp, heldur héldu áfram að leika sinn leik. Gefur þetta jákvæð fyrirheit um framhaldið.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.