Hamborgarabúllumót KR, laugardaginn 5. apríl

Sæl öll,

Nú fer að líða að næsta móti og er það Hamborgarabúllumót KR. Spilað verður á gervigrasinu hjá KR heimilinu. Hvert lið er á staðnum í 2 klukkutíma í senn og spilaðir verða ca. 5 leikir. Það kostar 2000 kr á keppanda og greiðist hann á staðnum innifalið í verði er hamborgari og drykkur, einnig verða ávextir í boði á meðan leikjum stendur.

Skráið strákana í kommentakerfið hér að neðan og látið vita hvort þið komið. Látið líka vita hvort þið komið EKKI!

Kv, Þjálfarar

Æfingar hefjast í dag

Sæl öll,

Æfingar hefjast að nýju eftir vetrarfrí og eru þær á hefðbundnum tíma. 

Kv, Þjálfarar

Keflavíkurmótið 23. febrúar liðsskipan

Sæl öll,

Keflavíkurmótið hefst núna á sunnudaginn og erum við með 2 lið skráð til leiks. Lið 2 byrjar að spila á undan og eiga þeir fyrsta leik kl 11:10 og eiga því að vera mættir ekki seina en 10:35. Lið 1 byrjar seinna og eiga fyrsta leik kl 14:45 og eiga því að vera mættir ekki seinna en 14:10. Mótsgjaldið er 2000 kr og greiðist það við komu. Spilað verður í Reykjaneshöllinni

Lið 1: Bessi, Bjarni Leó, Dagur, Leó, Matthías, Skarphéðinn, Stefán Smári og Tómas.

Lið 2: Aron, Elmar, Gunnar, Kristján, Kristófer, Klemenz, Róbert, Stefán Emil og Valur, 

Strákarnir eiga sjálfir að koma með fótboltaskó, legghlífar og vatnsbrúsa. Við komum með keppnistreyjur fyrir þá sem þurfa.

Einnig viljum við koma fram að það er enþá hægt að skrá ykkur í þetta mót ef þið viljið koma, þeir sem eru þá ekki búnir að skrá sig, en gera það þá fyrir sunnudaginn.

Kv, Þjálfarar