Shellmótið - Frí í dag!

Sæl öll,


Ég ætla að byrja á því að þakka ykkur fyrir síðustu helgi, ég var mjög ánægður hvernig hún var og vonandi skemmtu strákarnir sér vel, ég og Atli skemmtum okkur allavega mjög vel. Mér fannst þetta vera vel heppnuð helgi þar sem strákarnir fengu skemmtileg verkefni við hæfi, töpuðu leikjum, unnu og gerðu jafntefli.


Ég er mjög ánægður með Guðrúnu, mömmu Birkis, Stebba, pabba Vals, Bjarna pabba Róberts og Ágúst, pabba Tómasar, sem gistu í stofunum og hugsuðu um strákana í stofunni og í leikjum og fóru í mat. Foreldrar sem komu í vaktirnar og gáfu þeim að borða kvöldsnarl og á milli leikja. Ekki má gleyma Kalla pabba Víðis sem var í stöðugum samskiptum við mótsstjórnina í eyjum og hélt góðu sambandi við mig á meðan. Þorgerður, mamma Bjarna Leós og Arons, fyrir að setja upp skipulag fyrir mótið og sjá um að allir vissu hvað þeir ættu að gera.


Það verður frí frá æfingunni í dag þar sem löng helgi er að baki og koma svo ferskir inn í æfinguna á miðvikudaginn. Ég verð fyrir norðan á N1 mótinu þar sem 5. flokkurinn verður að keppa og er Atli ekki á landinu þannig að hann getur ekki séð um æfinguna og mun ég finna einhvern annan í staðinn til að sjá um æfingarnar.


Takk fyrir frábæra helgi!


Kv, Örn