Fundurinn í dag frestast til miðvikudags

Sæl öll,

Því miður verð ég að fresta fundinum sem átti að vera í kvöld fram á miðvikudag vegna annríkis hjá mér. Verður fundurinn á sama tíma kl 20 og verður hann í félagsaðstöðunni. Ég biðst afsökunar á þessu og hversu seint ég læt vita. Endilega látið þetta berast.

Kv, Örn

Jólafrí!!!

Sæl öll!

Við erum komin í jólafrí til 7. janúar. Hafiði það gott um jólin og gleðilegt nýtt ár!

Kv, Örn

Videókvöld!

Sæl öll,

Ég vil byrja á því að þakka fyrir skemmtilega æfingaleiki um helgina og var gaman að sjá strákan spila á móti Haukunum, það var gaman að sjá hvað þeir eru farnir að spila boltanum meira frá því á Akranesi og munum við byggja ofan á þetta.

Á miðvikudaginn verður videokvöld hjá okkur í flokknum þar sem ég mun koma með einhverja skemmtilega mynd til þess að horfa á. Einnig stefnum við á að panta pizzu og þá er líka leyfilegt að koma með smá nammi með sér, þó ekki of mikið. Það er afmæli hjá honum Skarphéðni á sama tíma og Videokvöldið, ég get því miður ekki breytt dagsetningunni á þessu því að ég verð svo fastur í vinnu næstu daga. Ég mun vera úti í íþróttahúsi með strákana en það væri fínt ef einhver 1 eða 2 foreldri gæti verið með mér og hjálpað mér. Strákarnir þurfa að koma með 1000kr. fyrir pizzuni og gosinu, staðfestið mætingu inn á síðunni hverjir ætla að koma á videokvöldið!

Þetta er síðasta æfing fyrir jól og hefjum við æfingar svo aftur á mánudaginn 7. janúar. Takk kærlega fyrir árið sem er að líða og gleðileg jól!

Kv, Örn

Æfingaleikur

Sæl öll,

Við erum að fara að spila æfingaleik við Haukana núna á sunnudaginn 16. desember. Við munum spila frá 13:00 - 14:30, við munum koma til með að spila í Risanum í Hafnarfirði (innigervigrasið hliðina á Kaplakrika). Mæting ekki seinna en 12:50 og verður byrjað að spila 13:00. Ég mun koma með búninga fyrir þá sem vantar en strákarnir þurfa að koma í fótboltaskóm, með legghlífar og ekki gleyma góða skapinu.

STAÐFESTIÐ SKRÁNINGU Í ATHUGASEMDAKERFINU, LÁTIÐ LÍKA VITA EF ÞIÐ KOMIÐ EKKI!!

Kv, Örn