Mót í Kórnum sunnudaginn 3. mars.

Sunnudaginn 3. mars erum við að fara á mót hjá H.K. í Kórnum í Kópavogi.  Mótið verður með sama sniði og síðast þ.e. eldra árið er saman í liði

og leika sína leiki milli kl: 12.00 og 14.00.  Yngra árið mannar svo vonandi tvö lið og spila þeir frá kl: 14.00 - 16.00.  Að þessu sinni verður leikið 

5 á móti 5 þannig að við erum með um sjö stráka í liði.

Þátttökugjaldið er 1500 kr og svo er glaðningur í lok móts.

 

Endilega skrifið hér í athugasemdir hvort sonur ykkar komið eða komi ekki.

Æfingar falla niður.

Kæru foreldrar stráka í 7. flokk.

Það verður ekki æfing á miðvikudaginn 13. febrúar þar sem salurinn verður upptekinn vegna Öskudagsskemmtunar til kl: 19.00.

Á föstudaginn 15. febrúar er svo vetrarfrí í skólanum og verður einnig vetrarfrí í fótboltanum og ekki æfing.

 

Kveðja,

Ragnar og Örn.

Foreldrafundur miðvikudaginn 6. febrúar kl: 20.00

Komið sæl.

 

Við ætlum að hafa foreldrafund næsta miðvikudagskvöld þann 6. feb kl: 20.00.

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu UMFÁ í íþróttamiðstöðinni og tekur um eina klst.

Efni fundarins verður að hittast, spjalla um það sem okkur liggur á hjarta og fara yfir verkefni sumarsins t.d. Norðurálsmótið á Akranesi.

 

Sjáumst hress á miðvikudaginn.

Kveðja,

Örn og Ragnar þjálfarar 7.flokks.

Jólafrí í boltanum.

Komið sæl.

 

Síðasta fótboltaæfingin fyrir jólafrí verður miðvikudaginn 19. des.

Æfingar hefjast svo aftur eftir áramót föstudaginn 4. janúar.

 

Hafið það gott um jólin og megi þið eiga góðar samverustundir yfir hátíðirnar.

Jólakveðja,

Ragnar og Örn þjálfarar.