Dósasöfnun á mánudag

Sæl, öllsömul!

Sameiginleg dósasöfnun í fjáröflunarskyni verður hjá 4. og 3. flokki stúlkna á mánudag, 2. desember nk. Um hefðbundna söfnun verður að ræða sem hefst kl. 18 við áhaldahúsið á Álftanesi.

Miðar um söfnunina munu verða afhentar stúlkum á æfingu föstudag sem og upplýsingar um hverfaskiptingu. Miðana þurfa stúlkur svo að bera út í hús eigi síðar en á sunnudag.

Við söfnun er gert ráð fyrir að foreldrar/forráðamenn útvegi kerrur og/eða stórar bifreiðar til þess að flytja dósir, venju samkvæmt.

Birgir þjálfari.

Æfingin á morgun inni í tækjasal

Sæl, öllsömul!

Æfingin á morgun, föstudag, verður öll inni í tækjasal þar sem íþróttasalurinn er upptekinn. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfing fellur niður vegna landsleiks

Sæl, öllsömul!

Vegna landsleiks Króatíu og Íslands sem sýndur verður í sjónvarpi á morgun, þriðjudag, fellur æfing niður. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Keflavík 4 - Álftanes 4

Sæl, öllsömul!

Ég ætla þá að fara örfáum orðum um æfingaleik Keflavíkur og Álftaness sem fram fór í Reykjaneshöll fyrir skemmstu. Um var að ræða B-lið Keflavíkur sem er í raun sameiginlegt lið Keflavíkur/Reynis/Víðis. 

Um jafnan og spennandi leik var að ræða þar sem okkar stúlkur voru mun betur spilandi en heimaliðið hafði nokkra yfirburði í líkamsburðum, ekki að ástæðulausu þar sem meira en helmingur stúlkna í okkar liði voru úr 4. flokki, þar af nokkrar af yngra ári. Lítið var um opin marktækifæri í fyrri hálfleik en eina mark hálfleiksins kom frá Söru og stóð 0-1 í leikhléii, okkar stúlkum í vil. 

Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt og skiptust liðin á að skora og komast yfir. Náðu heimastúlkur að skora fjórum sinnum í síðari hálfleik og okkar stúlkur þrisvar en í öll skiptin var Salka þar á ferð. Lyktir leiks urðu því 4-4.

Heilt yfir fannst mér lið Álftaness standa sig vel og var mun betur spilandi en lið Keflavíkur. Margir góðir spilakaflar voru í leik liðsins, þá einkum stutt veggspil út úr vörn og inni á miðjunni. Þá nýttust marktækifæri með ágætum. Hvað úrslit leiksins varðar þá held ég að þau hafi verið nokkuð sanngjörn. Ágætt veganesti fyrir stúlkurnar.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfingaleikur á sunnudag

Sæl, öllsömul! 

Á sunnudag, 17. nóvember, er ráðgert að leika æfingaleik við Keflavík í 11 manna knattspyrnu. Leikið verður í Reykjaneshöll og hefst leikurinn kl. 14:20.

Allar stúlkur flokksins eru boðaðar. Þá hef þegar boðað allmargar stúlkur úr 4. flokki í umræddan leik. 

Farið verður á einkabifreiðum og er mæting við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 13. 

Birgir Jónasson þjálfari.