Æfingin á föstudag fellur niður

Sæl, öllsömul!

Vegna landsleiks Íslands og Króatíu á morgun, föstudag, fellur æfing niður. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfingaleikur á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, 17. nóvember, er ráðgert að leika æfingaleik í 11 manna knattspyrnu við B-lið Keflavíkur. Mun leikur þessi fara fram í Reykjaneshöllinni í Keflavík og hefjast kl. 14:20. Allar stúlkur flokksins eru að sjálfsögðu boðaðar, auk þess sem allmargar stúlkur í 4. flokki munu að sama skapi verða boðaðar, en að öðrum kosti yrði ekki kleift að leika 11 manna knattspyrnu. Tilkynna ber um öll forföll, það auðveldar skipulagningu.  

Nánari tilhögun þessa verður kunngerð eigi síðar en á föstudag. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Breyttur æfingatími á morgun, föstudag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, föstudag, verður æfing frá kl. 19 til 20 í stað 18 til 19. Um það bil helmingi tímans verður ráðstafað í tækjasal.

Birgir Jónasson þjálfari.

Styrktaræfingar

Sæl, öllsömul!

Á morgun, föstudag, 1. nóvember, munu æfingar í tækjasal hefjast hjá 3. fokki stúlkna. Framkvæmd verður þannig háttað að innanhússtíma verður, að hluta, ráðstafað til umræddra æfinga. Fyrstu hálfu klukkustundina mun æfing fara fram í íþróttasal og í framhaldi mun ég fara með iðkendur í tækjasalinn í ca hálfa klukkustund.

Mun ég láta iðkendum í té skráningarblað sem þeir þurfa að fylla út meðan á æfingu stendur en ég mun svo taka umrætt skráningarblað í mínar vörslur að lokinni æfingu. Þetta geri ég til þess að tryggja að skráningarblöð glatist síður.

Enginn mun fara í tækjasalinn nema undir minni leiðsögn en Björgvin Júníusson, framkvæmdastjóri UMFÁ, mun verða mér innan handar eftir því sem þurfa þykir.

Birgir Jónasson þjálfari.

Breytingar á æfingatöflu

Sæl, öllsömul!

Það athugast að eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á æfingatölflu flokksins:

Þriðjudagar: 19-20:15 (í stað 19-20) (æfingavöllur Stjörnunnar í Garðabæ).
Miðvikudagar: 17-18:15 (í stað 18-19) (minni gervigrasvöllur Stjörnunnar í Garðabæ í stað íþróttahúss).
Föstudagar: 18-19 (í stað 17-18:15) (íþróttahús í stað æfingavallar Stjörnunnar í Garðabæ).

Að öðru leyti er æfingatafla óbreytt.

Birgir Jónasson þjálfari.