Foreldrafundi frestað til mánudags

Sæl, öllsömul!

Ráðgerðum foreldrafundi, sem vera átti miðvikudaginn 16. október, hefur verið frestað til mánudagsins 21. október vegna veikinda þjálfara.

Birgir Jónasson þjálfari.

Foreldrafundur

Sæl, öllsömul!

Hér með er boðað til fundar með foreldrum/forráðamönnum stúlkna í 3. flokki miðvikudaginn 16. október kl. 20:15.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Kynning æfingaáætlunar flokksins.
2. Foreldraráð.
3. Önnur mál.

Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu og er ráðgerður fundartími 45 mínútur.

Birgi Jónasson þjálfari.

Næsta vika - ný æfingatafla

Sæl, öllsömul!

Í næstu viku tekur gildi ný æfingatafla. Samkvæmt henni verða æfingatímar eftirfarandi:

Þriðjudagur kl. 19-20 (Garðabær, minni völlur)
Miðvikudagur kl. 18-19 (íþróttahús, futsal)
Föstudagur kl. 17-18:15 (Garðabær, æfingavöllur)
Laugardagur kl. 12-13:15 (Garðabær, æfingavöllur)

Um eða eftir mánaðamót mun svo ein tækniæfing bætast við. Hún verður ca 30 mínútur og fer fram á sparkvellinum á Álftanesi. Líklega verður hún á fimmtudögum. Skýrist það líklega í næstu viku. 

Það athugast að um sameiginlegar æfingar er að ræða með 4. flokki stúlkna.

Birgir Jónasson þjálfari.

Næsta vika

Sæl, öllsömul!

Það athugast að ný æfingatafla tekur ekki gildi fyrr en eftir næstu viku en nánari fyrirkomulag þess verður kynnt sérstaklega, þ. á m. hvar æfingar fara fram.

Í næstu viku verður æft þrisvar í viku og munu æfingar fara fram á grasvellinum á Álftanesi. Æfingarnar verða á mánudag, þriðjudag og fimmtudag, frá kl. 17 til 18.

Birgir þjálfari.