FUNDARBOÐ MIKILVÆGT

Ágætu foreldrar/forráðamenn stúlkna í 3. aldursflokki!

Hér með boða ég til fundar með ykkur og foreldrum/forráðamönnum drengja í 3. flokki á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, kl. 19:30. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu.

Fundarefni varðar framtíð 3. flokks drengja og stúlkna og því er afar brýnt að allir mæti og/eða fái einhvern fyrir sig í forföllum. Fundurinn er ekki ætlaður iðkendum!

Fundinn munu auk þjálfara sitja fulltrúar knattspyrnudeildar UMFÁ og framkvæmdastjóri.

Það athugast að tækniæfing fellur niður á morgun af þessum sökum.

Birgir Jónasson þjálfari.

Bilun í ljósabúnaði - tækniæfing fellur niður

Sæl, öllsömul!

Vegna bilunar í flóðljósum sparkvallarins fellur tækniæfing niður í dag, fimmtudag. Þetta var að skýrast rétt í þessu, því miður.

Birgir þjálfari.

Æfingar hefjast á föstudag

Sæl, öllsömul, og gleðilegt nýtt ár!

Æfingar hefjast á föstudag, 3. janúar, samkvæmt æfingatöflu. 

Birgir þjálfari.

Jólafrí

Sæl, öllsömul!

Æfingin í dag, miðvikudaginn 18. desember, er síðasta æfingin á þessu ári en hlé verður gert á æfingum yfir hátíðarnar. Æfingar munu hefjast á ný í byrjun janúar. Tilkynning þess efnis verður birt í upphafi árs.

Vek athygli á að til stóð að hafa hópefli fyrir flokkinn fyrir jól en því miður mun það ekki nást. Stefnt verður á það strax á nýju ári.

Vil loks þakka ykkur öllum fyrir samstarfið á árinu og óska ykkur gleðilegrar hátíðar.

Birgir þjálfari.