FUNDARBOÐ

Sæl, öllsömul!

Hér með boða ég til fundar með foreldrum/forráðamönnum og iðkendum í 3. flokki drengja og stúlkna á mánudag, 20. janúar, kl. 19:30. Fundarstaður er hátíðarsalur íþróttahússins.

Fundarefni varðar fyrirhugað samstarf Álftaness og Stjörnunnar í 3. aldursflokki og því er brýnt að allir mæti.

Fundinn munu auk þjálfara og fyrirsvarsmanna UMFÁ sitja fulltrúar Stjörnunnar.

Birgir þjálfari.