Tækniþjálfun - tækniæfingar

Sæl, öllsömul!

Tækniæfingar í umsjá undirritaðs munu hefjast fimmtudaginn 24. október nk. Upphaflega stóð til að hefja æfingar á morgun, 17. október, en vegna veikinda þjálfara er það ekki unnt. Því miður!

Fyrirkomulag æfinga verður með því sniði að um sameignlegar æfingar hjá stúlkum í 4. og 3. aldursflokki verður að ræða. Æfingarnar munu standa frá kl. 19 til 19:30, sem áður segir á fimmtudögum, og fara fram á sparkvellinum á Álftanesi.

Iðkendur þurfa sjálfir að leggja til knött. Mikilvægt er að iðkandi mæti með knött sem hæfir hans aldursflokki, t.d. ef leikið er með knött nr. þrjú að iðkandi eigi eða hafi til umráða knött í þeirri stærð. Þá er mikilvægt að loft sé í knöttum og að þeir séu af nokkuð vandaðri gerð og skoppi t.d. eðlilega. Er þetta gert í því augnamiði að hvetja iðkendur til þess að eiga knött og fara vel með hann.

Framangreind tækniþjálfun er byggð á viðurkenndum aðferðum við tækniþjálfun í knattspyrnu og er kennd við hið þekkta „Coerver-system“. Hugmyndafræðin gengur út á einstaklingstækniþjálfun og ekki síst því að iðkandi læri ákveðin grunnatriði sem hann sjálfur getur svo þróað með því að æfa sig sjálfur, aftur og aftur.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.