Álftanes - Afturelding/Fram, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Ætla fara örfáum orðum um leikinn á föstudag. Lékum vel, sýndum fádæma baráttu og seldum okkur dýrt. Því miður dugði það ekki til og munurinn á liðunum var sá að Afturelding/Fram náði að gera sér mat úr nánast engu á meðan við náðum ekki að nýta okkur þau tækifæri sem gáfust. Þau voru í sjálfu sér ekki mörg, en að mínu mati voru þau fleiri en hjá Aftureldingu/Fram.

Að mínu mati vorum við skipulögð, hreyfanleg (bæði í vörn og sókn) og lékum agað. Hlutirnir féllu hins vegar ekki með okkur, Afturelding/Fram fékk t.a.m. ódýra vítaspyrnu sem Katrín varði en Afturelding/Fram náði frákastinu og skoraði. Slæmt mark að fá á sig! Þá skoruðum við mark sem dæmt var af þar sem aðstoðardómarinn taldi að markvörður Aftureldingar/Fram hefði haft hendur á knettinum. Það stendur.

Tel að frammistaða okkar hafi verið góð og á því eigum við að byggja. Það helst sem við mættum bæta og hafa í huga er að mér fannst við mega skjóta oftar á markið. Við áttum reyndar nokkur góð markskot, þar af eitt í markslá, en það var einkum Sunna sem sá um að skjóta á markið. Við þurfum markskot frá fleiri stúlkum því margar ykkar eru skotmenn góðir.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun:

Aníta, Elín, Elsa, Erla, Erna, Eydís Líf, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Margrét Eva, María Rún, Oddný, Perla Sif, Ragna, Saga, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl. 17:45 í íþróttahúsið.

Birgir Jónasson þjálfari.

Áhugaverð grein um að knatt­spyrna auki sjálfs­traust stúlkna

Sælar, stúlkur. 

Vek athygli á frétt sem birtist m.a. á vef mbl.is í dag um lýðfræðilega evrópska rannsókn um að knatt­spyrna auki sjálfs­traust stúlkna. Sjá: http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2017/05/17/knattspyrna_eykur_sjalfstraust_stulkna/.  

Hin upphaflega frétt er af vef Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og er birt inni á vef sambandsins undir eftirfarandi slóð: http://www.uefa.com/womenseuro/news/newsid=2470403.html#report+shows+football+boosts+girls+confidence.   

Mjög áhugavert að mínu mati en þarf e.t.v. ekki að koma á óvart þar sem knattspyrna og knattspyrnuiðkun er mannbætandi.   

Birgir Jónasson þjálfari.    

Uppfærð dagskrá fyrir maí

Sælar, stúlkur. 

Birti hér uppfærða dagskrá fyrir maí. Búið er að taka miðvikudagsæfingar út, sem er í samræmi við sem við ræddum. Æfingar sem strikað er yfir eru æfingar sem voru á upphaflegri dagskrá. Er einnig að endurskoða hvort við eigum að vera í styrktarþjálfun þegar vikulegur æfingatími er að jafnaði fjórar og hálf klukkustund. E.v.t. væri skilvirkara að stúlkur myndu sjálfar annast sína styrktarþjálfun, þá undir minni leiðsögn. Vil biðja ykkur um að hugsa þetta með mér.   

1. maí, mánudagur,kl. 11-12:30, æfing (gervigras).
2. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
3. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
4. maí, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
6. maí, laugardagur, kl. 14, leikur gegn HK/Víkingi í Bikarkeppni KSÍ (Kórinn).

8. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
9. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
10. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
11. maí, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
13. maí, laugardagur, kl. 14, leikur gegn Völsungi í Íslandsmóti (Bessastaðavöllur).

15. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
16. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
17. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
18. maí, fimmtudagur, kl. 18-19, æfing (gervigras).
19. maí, föstudagur, kl. 19:15, leikur gegn Aftureldingu/Fram í Íslandsmóti (Bessastaðavöllur).

21. maí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (grasvöllur).
22. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur og lyftingasalur).
23. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).
24. maí, miðvikudagur, kl. 18-19, æfing (grasvöllur).
25. maí, fimmtudagur, kl. 19:15, leikur gegn Hvíta riddaranum í Íslandsmóti (Tungubakkavöllur).

28. maí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (gervigras).
29. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
30. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
31. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).

Birgir Jónasson þjálfari.