Æfing á morgun, miðvikudag

Sælar, stúlkur. 

Sú breyting hefur verið gerð að við æfum á morgun, miðvikudag, frá kl. 18, en æfing á föstudag fellur niður. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Álftanes - HK/Víkingur, endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Stutt endurgjöf um leikinn í gær. Var mjög ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn og framan af vorum við betra liðið á vellinum. Eftir að hafa fengið á okkur mark fannst mér leikur okkar fara smám saman niður á við, einkum varnarlega. Um miðjan síðari hálfleik fannst mér allur vindur úr okkur og liðið var einfaldlega sprungið.

Það voru góðir spilakaflar í þessu hjá okkur og hluta leiks fannst mér okkar samleikur betri en HK/Víkings. Við náðum að sækja á nokkuð mörgum mönnum, vorum að skapa okkur hálffæri og fengum talsvert af föstum leikatriðum þar sem við vorum ógnandi. Mark okkar kom einmitt úr einu slíku föstu leikatriði (Saga). Þetta eru afar drjúg mörk og þau koma alltaf. Vonandi verða þau fleiri þegar við getum farið að æfa föst leikatriði með hlýnandi veðri.

Heilt yfir var varnarleikur okkar ekki nægjanlega góður og það varð okkur að falli, a.m.k. að hafa tapað leiknum með fjögurra marka mun (sem mér fannst ekki gefa rétta mynd af gangi leiks). Við ráðum augljóslega ekki vel við að verjast sem lið gegn sterkum liðum, einkum þegar við förum framarlega á völlinn, alltént á þessum tímapunkti. Við skynjum illa línumyndanir og það er ekki nægjanlega mikil hreyfanleiki á okkur í varnarvinnunni.

Munum þurfa að halda áfram að æfa þessi atriði og vera einbeittar að bæta leik okkar án knattar. Þurfum að mæta þessu liði fljótlega aftur í Bikarkeppni KSÍ og þurfum að undirbúa okkur undir það.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Áhugavert myndskeið um varnarleik

Sælar, stúlkur. 

Hér kemur myndskeiðið sem ég vísaði til á síðustu æfingu og fallar um það hvenær skuli þrýsta varnarlínu upp og hvenær hún eigi að falla niður: https://www.youtube.com/watch?v=Vjm-uRnikf0

Skora á ykkur að skoða þetta vel og vera með á nótunum. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Leikur gegn HK/Víkingi í Lengjubikar, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Því miður þurfti að fella niður æfingu í dag og er beðist velvirðingar á því. Látum það ekki á okkur fá. Reikna með að við æfum á sunnudag í staðinn. 

Mæting á morgun, laugardag, er kl. 11:30, en leikar hefjast kl. 13. Sjúkraþjálfari verður með okkur á morgun. 

Allar tiltækar stúlkur boðaðar, en mögulegt er að einhverjar verði ekki á skýrslu.    

Birgir Jónasson þjálfari.