Álftanes - Augnablik, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur.

Örstutt endurgjöf vegna leiksins við Augnablik.

Hörkuleikur og að miklu að keppa eins og við ræddum um. Lékum tvö leikkerfi en sömu taktík. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera undir og taktíkin gekk ekki nægjanlega vel varnarlega (of lítil pressa á leikmann með knött) en í hinum síðari vorum við mun betra liðið. Náðum þá að þétta raðirnar og í raun átti Augnablik aldrei möguleika að skora í síðari hálfleik, að mínu mati, eftir að hafa valdið okkur nokkrum vandræðum í hinum fyrri. Mörk okkar voru mjög góð og komu eftir samvinnu tveggja manna með einföldum hætti (Erla og Oddný).

Ég er ánægður með vinnuframlagið og viljann hjá okkur. Á köflum náðum við góðum spilaköflum en þess á milli einkenndist leikurinn af stöðubaráttu. Heilt yfir mjög góð frammistaða sem við getum við verið stolt af.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti gegn Augnablik, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, mánudag:

Aníta, Aþena, Elín, Elsa, Erla, Eydís Líf, Hanna Bryndís, Ída María, Katrín Hanna, Margrét Eva, Oddný, Ragna, Saga, Selma, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl 17:45 en leikar hefjast kl. 19:15. Leikið verður á grasvellinum.

Birgir Jónasson þjálfari.

Álftanes - Einherji, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Stutt endurgjöf vegna kappleiksins í gær. Verð þó fyrst að hrósa ykkur fyrir frábæra æfingu í dag, mánudag. Virkilega gott tempó hjá okkur.

Heilt yfir var þetta sæmileg frammistaða hjá okkur. Þrátt fyrir það fannst mér sigur okkar mun öruggari en tölur gefa til kynna. Mér fannst þurr völlurinn gera okkur erfitt fyrir og mikið var um hnoð og á köflum reyndum við allof mikið að þröngva knettinum inn á svæði vallar þar sem lítið var um pláss. Af þeim sökum fannst of mikið af einföldum tæknifeilum og við náðum ekki upp nægjanlega góðu flæði, ef undan er skilið vængspil sem var gott og að bakverðir komu hátt á völlinn. Tel ég að völlurinn hafi þar ráðið miklu um að flæðið var ekki betra inni á vellinum og að við skyldum ekki ná réttum takti. Það sem var jákvætt að við skutum mikið á markið og náðum að skapa okkur góð marktækifæri. Markaskorar voru Ragna, Saga og Sigrún. Öll mörkin voru góð, komu eftir liðssamvinnu og af fjölbreyttum toga.

Það sem við tökum úr leiknum að við sóttum þarna þrjú stig án þess að leika okkar besta leik. Það er mjög jákvætt.  

Birgir Jónasson þjálfari.