Næstu æfingar

Sælar!

Athygli er vakin á því að á morgun, fimmtudag, er sameiginleg æfing með 2. flokki Stjörnunnar frá kl. 19 til 20:30. 

Frekari æfingatímar í Garðabæ eru ekki komnir á hreint og því munu æfingar á föstudag og sunnudag fara fram í íþróttahúsinu á Álftanesi. 

Loks er athygli vakin á því að GSM-farsímanúmer nýs þjálfara er 895-4850 og tölvupóstfang hans This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikir og æfingar framundan

Sælar!

Þakka góðan fund í gær og góða æfingu. Mun eftir föngum reyna að beina öllu upplýsingaflæði flokksins, fyrst um sinn, hér í gegnum heimasíðu félagsins. Bið því stúlkur um að fylgjast með og eftir atvikum miðla til annarra.

Er í óða önn að reyna að skipuleggja frestaða leiki í Faxaflóamóti. Hef sett mig í samband við þjálfara þeirra félaga sem við eigum frestaða leiki við en ég hef áhuga á að reyna að ljúka öllum frestuðum leikjum fyrir páska. Vonandi tekst það. Búið er að festa leik við Grindavík sem fram mun fara í Hópinu í Grindavík þriðjudaginn 31. mars, kl. 18, þar sem leikið verður átta gegn átta. Bið stúlkur um taka frá þann dag og/eða gera ráðstafanir til þess að komast í hann.  

Þá er ég í óða önn að reyna að setja upp æfingatíma, með það að markmiði að reyna að færa allar æfingar út og þá í Garðabæ. Ekki er víst að það takist að fullu en það skýrist vonandi síðar í vikunni.

Minni svo á að næsta æfing er á morgun, þriðjudag, frá kl. 19:30, í Garðabæ.

Birgir Jónasson þjálfari.

Fundur og æfing

Sælar!

Hér með er boðað til stutts fundar með leikmönnum í meistaraflokki kvenna á morgun, sunnudaginn 22. mars, kl. 14:15. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu. Í framhaldi af fundi verður svo æfing sem fram fer innanhúss.

Brýnt að leikmenn sjái sér fært að mæta. 

Meistaraflokksráð.

Silfur annað árið í röð

2014-01-12-4242Meistaraflokkur kvenna tapaði naumlega fyrir Aftureldingu í úrslitaleik Íslandsmótisins innanhúss um daginn. Álftanes var með yfirhöndina mestan hluta af leiknum og leiddu í leikhléi. Mosfellingar náðu að jafna metin í seinni hálfleik og lokatölur urðu 3 - 3. Í framlengingunni náði Afturelding að skora tvisvar en Álftanes náði ekki að koma boltanum í netið og 2.sætið því staðreynd, annað árið röð. Svekkjandi fyrir okkar stúlkur en engu að síður frábær árangur.