Dæmi um varnarleik

Sælar, stúlkur. 

Vísa til umræðu okkar í millum að lokinni æfingu í dag um varnarleik. Tilvikið sem ég var að vísa til má sjá á eftirfarandi myndskeiði (þegar ein mínúta og tíu sekúndur eru liðnar - markskotið og pressan): https://www.youtube.com/watch?v=Dd3jzD-3tLY

Með því fallegra sem ég hef séð. Hrein unun að sjá þetta! 

Birgir Jónasson þjálfari.  

Álftanes - Hvíti riddarinn, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur. 

Stutt endurgjöf vegna kappleiksins í gær. Fínn æfingaleikur og talsvert öðruvísi mótherji en oft áður. Pressuðum hátt á vellinum og stjórnuðum leiknum frá upphafi. Fengum þó á okkur nokkrar hættulegar skyndisóknir, einkum í fyrri hálfleik, þar af eitt mark.

Lékum 4-4-2 í fyrri hálfleik og 4-3-3 í hinum síðari. Mér fannst betra jafnvægi á liðinu í 4-4-2, einkum sökum þess að við höfum aðallega leikið það kerfi í vetur og erum því vanari. Leikkerfið 4-3-3 þekkjum við hins vegar vel. 

Mér fannst gott flæði vera á knettinum og við náðum að skapa okkur fullt af möguleikum, bæði til markskota af löngum færum og marktækifærum. Þegar við komum í námunda við markið fannst mér ákvarðanataka oft og tíðum ekki nægjanlega góð og við vorum klaufar að skora ekki fleiri mörg. Gerðum fjögur (Saga 2, Erna 1 og Oddný 1) og það er auðvitað vel. Náðum að sama skapi ekki að nýta urmul tækifæra.

Það sem við tökum úr þessum leik er að það er hugsun að baki því sem við erum að gera inni á vellinum og langflestar sendingar hafa t.d. tilgang (mundi segja ca 95%) sem er mjög gott. Við erum því að hugsa og skapa inni á vellinum. Um það höfum við rætt. Pressan, einkum í síðari hálfleik, var góð og Hvíti riddarinn fékk engan tíma á knettinum. Varnarleikurinn var því góður og aðeins öðruvísi en oft áður vegna hápressu. Það sem enn skortir er aðeins meira þor og sjálfstraust, einkum upp við markið. Heilt yfir er ég því nokkuð ánægður með frammistöðuna.

Birgir Jónasson þjálfari.

Nýtt símanúmer þjálfara

Sælar, stúlkur. 

Er kominn með nýtt farsímanúmer sem er 856-6289. Eftir sem áður verður unnt að ná í mig í eldra númeri (ekki þó með SMS).

Birgir Jónasson þjálfari.  

Æfingaleikur við Hvíta riddarann, tilhögun

Sælar, stúlkur. 

Á morgun, mánudag, leikum við æfingaleik við Hvíta riddarann. Leikið verður á Álftanesi og hefjast leikar kl. 18:30. Mæting er klukkustund fyrir leik. 

Allar stúlkur flokksins eru boðaðar en reikna má með að flestar leiki.  

Birgir Jónasson þjálfari.