Íslandsmótið í futsal, úrslit og stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Í dag, sunnudag, fór fram síðari umferð í B-riðli Íslandsmótsins í futsal. Úrslit leikja Álftaness urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Afturelding: 1-3 (Erna 1)
Álftanes – Fjölnir: 5-0 (Oddný 3, Erna 2)

Upphaflega var Víkingur Ólafsvík einnig skráður til leiks en liðið mætti ekki til keppni að þessu sinni. Því skráist sá leikur 3-0, Álftanesi í vil.

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness annað sæti riðilsins með 12 stig en efst varð lið Aftureldingar með 18 stig.

Heilt yfir fannst mér frammistaðan mjög góð. Miklar framfarir voru að mínu mati frá því í fyrstu umferð þrátt fyrir að úrslitin séu í svipuðum dúr. Hins vegar gefa úrslit í leik Aftureldingar og Álftaness ekki rétta mynd af gangi leiksins, þar sem í stöðunni 1-0, Álftanesi í vil, varð ákveðinn vendipunktur í síðari hálfleik sem snéri honum en fram að því hafði Álftanes leikinn undir stjórn. Stúlkurnar eru komnast í úrslit, þriðja árið í röð, og þá fá þær tækifæri til þess að gera enn betur.

Birgir Jónasson.