Upphaf þjálfunartímabils, æfingatímar o.fl.

Sælar, stúlkur.

Æfingar hefjast á mánudag, 17. október. Fram að áramótum munum við, að jafnaði, æfa fjórum sinnum í viku og verða æfingatímar eftirfarandi:

Mánudagar, 18-19:30, íþróttahús (futsal og þrek).
Þriðjudagar, 18-19:30, gervigras.
Miðvikudagar, 18-19:30, íþróttahús (futsal og þrek).
Fimmtudagar, 18-19:30, íþróttahús gervigras.

Í næstu viku munum við æfa þrisvar, þ.e. á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Mögulega verður sama fyrirkomulag vikuna þar á eftir.

Vek athygli á að á mánudögum og miðvikudögum er fyrirhugð þrekþjálfun í framhaldi af klukkustundar futsal-æfingu í íþróttasal. Nánara fyrirkomulag þess er í mótun en að mestu verður um að ræða styrktarþjálfun, þ. á m. þjálfun í Gym heilsu.

Birgir Jónasson þjálfari.