Afturelding - Álftanes, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur.

Ætla að koma með örstutta endurgjöf í formi umfjöllunar um leikinn á sunnudag, en vegna anna hef ég ekki átt tök á að fjalla um hann fyrr. Að öðru leyti ætla ég að vísa til þess sem við töluðum um eftir leikinn.

Um mjög furðulegan leik var að ræða þar sem við bæði lékum vel á köflum en duttum að sama skapi niður slakt plan. Á þeim leikköflum sem slakir voru fengum við á okkur klaufaleg mörg, sem er gömul saga og ný. Á þeim leikköflum sem við lékum vel náðum við upp góðu spili og vorum síst lakara liðið á vellinum.

Margar stúlkur fengu að spila, um 20 talsins, sem er nýtt fyrir okkur. Þannig var leikurinn settur upp og ýmsum spurningum var svarað. Heilt yfir er ég sæmilega sáttur með frammistöðuna, þrátt fyrir að mistökin hafi verið of mörg og dýrkeypt.

Ég er bjartsýnn á framhaldið og fullyrði að þetta er á uppleið hjá okkur og við erum að nálgast ófluga önnur lið. Það sem við þurfum fyrst og fremst að hugsa um er að bæta leik okkar á alla mögulega vegu og leita leiða til þess arna.

Höldum áfram að bæta skipulag okkar, bæði sóknar- og varnarlega, verum hugrakkari á síðasta fjórðungi vallar og þá kemur þetta. Þetta er í okkar höndum.

Birgir Jónasson þjálfari.