Meistaramót GÁ 2013, 4. - 6 júlí

Skráning í Meistaramót GÁ 2013 er hafin á golf.is. Eins og áður þá haldast rástímar milli fyrstu tveggja daganna en á laugardeginum er raðað í ráshópa út frá stöðu í mótinu og hvetjum við fólk til að fylgjast vel með á golf.is fyrir síðasta daginn því röðunin getur breyst nokkrum sinnum. Boðið verður upp á kaffiveitingar í mótslok á laugardeginum og þá verður einnig verðlaunaafhending. Mótanefnd hvetur klúbbfélaga til að taka þátt í þessu stærsta móti ársins hjá GÁ.

Æfingar fyrir unglinga á þriðjudögum kl. 20:00

Golfklúbbur Álftaness ætlar að fara af stað með æfingar fyrir unglinga, 12 - 17 ára. Victor Viktorsson, PGA golfkennaranemi, mun sjá um þessar æfingar og munu þær vera á  þriðjudögum kl. 20:00. 

Jónsmessumót 22. júní

golffaniMótanefnd vill minna á að skráningin í Jónsmessumótið er aðeins til kl 20 í kvöld, 21. júní. Ekki gleyma að skrá ykkur! 

Komið og verið með - þetta er eitt allra skemmtilegasta mót ársins ! Veðurspáin er í fínu lagi og því ekkert því til fyrirstöðu að koma og eiga skemmtilegt kvöld á vellinum okkar. 

 

Veitingar í mótslok og verðlaunaafhending.

Kveðja, Mótanefnd.

Golfnámskeið fyrir 6 - 12 ára

sam-27Seinna sumarnámskeiðið fyrir börn, 6 - 12 ára, hefst á mánudaginn á Álftanesinu. Búið er að ná lámarksþátttöku þannig að námskeiðið verður haldið á Álftanesi. Ekki er þó fullbókað á námskeiðið og því enn nægur tími til að skrá sig.