BREYTING á mótinu um helgina.

Það varð óvænt breyting á mótinu sem átti að fara fram í Rimaskóla í Grafarvogi um helgina.

Fjölnir sem áttu að halda mótið hafa dregið sig úr keppni.

Því leikum við bara tvo leiki við Breiðablik í Smáranum í Kópavogi á morgun.

Fyrri leikurinn byrjar kl: 14.00 á morgun laugardaginn 19. okt.

Það eiga allir að mæta í Smárann ekki seinna en kl: 13.30 með búninginn sem strákarnir fengu á æfingu áðan.

Við spilum svo tvo leiki sem klárast um kl: 16.30 og höldum heim.

Ef einhver hefur ekki far þá getur hann farið út í íþróttahús hér á Álftanesi kl: 13.00 á morgun og fengið far með mér.

 

Hafið endilega samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

 

Kveðja,

Ragnar Arinbjarnar.

Fyrsta mótið hjá strákum í 5. 6. og 7.bekk

Komið sæl.

 

Næstu helgi þann 19. og 20. okt keppa strákarnir í fyrsta móti vetrarins.

Þetta mót fer fram í Rimaskóla í Grafarvogi og hefst fyrsti leikur kl: 14.00 laugardaginn 19. okt.

Strákarnir eiga að vera mættir í Rimaskóla 30 mín áður en leikur hefst báða dagana þannig að á 

laugardaginn þurfa þeir að vera komnir kl: 13.30.

Á sunnudaginn þurfa þeir að vera mættir kl: 9.30.

Þjálfarinn kemur með búninga, (bol og stuttbuxur) og strákarnir eiga að hafa með sér

handklæði, skó og hollt nesti til að borða á milli leikja.

Ef einhver á í vandræðum með að keyra fram og til baka þá er hægt að sameinast í bíla

eða hafa samband við mig ef þið erum í vandræðum.

Hérna fyrir neðan er leikjadagskráin á mótinu:

Laugardagur 19. okt

19-10-2013 14:00

Fjölnir b 7. fl

Álftanes 7. fl. dr.

Rimaskóli

19-10-2013 15:00

Breiðablik b 7. fl. dr.

Fjölnir b 7. fl

Rimaskóli

19-10-2013 16:00

Álftanes 7. fl. dr.

Breiðablik b 7. fl. dr.

Rimaskóli

Sunnudagur 20.okt  


20-10-2013 10:00



Álftanes 7. fl. dr.



Fjölnir b 7. fl



Rimaskóli

20-10-2013 11:00

Fjölnir b 7. fl

Breiðablik b 7. fl. dr.

Rimaskóli

20-10-2013 12:00

Breiðablik b 7. fl. dr.

Álftanes 7. fl. dr.

Rimaskóli

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn,

 

Ragnar og Jón Ólafur þjálfarar.

Breyting á æfingatíma á miðvikudögum.

Þar sem körfuboltaæfingar hjá yngri eru á sama tíma og fótboltaæfingar hjá 6.flokk

á miðvikudögum verður tímunum víxlað.

Karfa eldri verður þá frá kl: 15 - 16 á miðvikudögum og 

karfa yngri verður þá kl: 16 - 17 á miðvikudögum.

Vonandi hentar þetta ykkur vel.

 

Kveðja,

Ragnar Arinbjarnar.

Æfingatímar veturinn 2013-2014

Nú liggja fyrir æfingatímar í körfubolta fyrir veturinn.

Yngri flokkurinn (börn í 1. 2. 3. og 4. bekk) æfir á

mánudögum kl: 15.00 - 16.00

miðvikudögum kl: 15.00 - 16.00

Eldri flokkurinn (börn í 5. bekk og eldri) æfir á 

miðvikudögum kl: 16.00 - 17.00 

föstudögum kl: 15.00 - 16.00

laugardögum kl: 10.00 - 11.00 

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Arinbjarnarson á netfangið

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8631502