Körfuboltamót 6. og 7. bekkur helgina 8. og 9. feb.

Komið sæl.

Nú er komið að 3.umferðinni hjá strákunum í körfuboltanum.  Hún fer fram núna um helgina í Seljaskóla í Breiðholti.

Fyrsti leikur hjá okkur á laugardaginn 8. feb byrjar kl: 13.00. Vil ég biðja ykkur að vera mætt í Seljaskóla kl: 12.30.
Seinni leikur laugardagsins hefst svo kl: 15.00.

Á sunnudaginn hefjum við leik kl: 9.00 og þarf þá að mæta kl: 8.30 í Seljaskóla.
Við spilum svo síðasta leik okkar kl: 11.00 á sunnudaginn.
Þjálfararnir koma með búninga og strákarnir með skó, nesti, vatnsbrúsa og góða skapið.
Við viljum auðvitað hafa alla sem hafa verið á æfa með í þessu móti.
Þið eigið að láta mig vita ef þið komist ekki eða þurfið að fara fyrr.

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar í síma 8631502 eða á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Engar körfuboltaæfingar á föstudag og laugardag.

Komið sæl.

Það verða ekki körfuboltaæfingar föstudaginn 24. jan og laugardaginn 25. jan
þar sem salurinn verður lokaður vegna þorrablóts.

Kveðja,
Þjálfarar.

Actavis-mót - leikjadagskrá og liðsskipan.

Komið sæl.

Á laugardaginn 11. jan erum við að fara að taka þátt í körfuboltamóti í Haukahöllinni í Hafnarfirði.
Við verðum með tvö lið eins og í jólamóti ÍR á síðasta ári og verða liðin næstum eins skipuð.
Keppnisgjaldið er 2500 kr og tekur þjálfari við því á leikstað.

Eldra-liðið hefur leik kl: 9.00 á laugardagsmorgun og eiga allir að vera mættir í Haukahöllina 
ekki seinna en kl: 8.40.
Eldra-liðið sem heitir Álftanes 2 á leikjaplaninu er skipað:
Andrés, Bjarni, Ísar, Baldur, Kristján og Valur.
Síðasti leikur þeirra á að vera búinn um kl:12.30.
Börnin fá búninga hjá okkur en nauðsynlegt er að hafa með hollt og gott nesti.

Yngra-liðið hefur leik kl: 14.30 á laugardag og eiga að vera mætt í Haukahöllina ekki seinna en kl: 14.10.
Yngra-liðið sem heitir Álftanes 1 á leikjaplaninu er skipað:
Vaka, Ævar, Aron, Elvar, (Gabríel og Bjarki ).
Síðasti leikur þeirra á að vera búinn um kl: 17.30.
Börnin fá búninga hjá okkur en nauðsynlegt er að hafa með hollt og gott nesti.

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8631502.

Actavismót fyrir 1.-4. bekk helgina 11.-12.janúar

Komið sæl.

Okkur stendur til boða að taka þátt í Actavismóti Hauka í Hafnarfirði helgina 11. og 12. janúar.
Krakkarnir okkar keppa bara annan daginn og er það nokkuð örugglega laugardaginn 11.jan.

Leikið er með fjóra leikmenn inná í einu í 2 x 12 mín.
Þátttökugjald er 2500 krónur og ekki talin stig heldur bara æfingamót eins og jólamót ÍR um daginn.

Vinsamlegast skrifið í athugasemd hér að neðan ef barnið ykkar tekur þátt svo við vitum hvað við höfum marga iðkendur.

Með kveðju,
Þjálfarar.