Sigur og tap í lengjubikarnum

alftanes114x150Meistaraflokkurinn lék sinn fyrsta leik í B deild lengjubikarsins í dag og er það í fyrsta skipti sem við erum í B deild og erum því einungis með liðum í riðli sem eru í sömu deild eða deild fyrir ofan okkur. Við mættum 2.deildarliði Ægis.

Okkar menn mættu vel stemdir og komust yfir með marki frá Kristjáni Lýðssyni. Kristján vann boltann á kanntinum tók svaka sprett gaf hann á Andra sem sendi stungu innfyrir á Kristján sem kláraði vel. Ægismenn svöruðu nokkrum mínútum síðar með marki sem Siggi þjálfari tekur á sig fyrir að vera tala við leikmann okkar og opna þar með svæði fyrir kanntara þeirra sem komst í gegn og skoraði með óverjandi skoti.

Við fengum nokkur úrvals færi til að komast yfir en náðum því ekki fyrr en 40.mínútu þegar góð pressa Kristján skilaði því að markvörðurinn sparkaði beint á hann og var einn á móti marki og skoraði auðvelt mark.

Í síðari hálfleik fengum við nokkur góð færi til að bæta við en það tókst ekki fyrr en 67 mínútu þegar Bragi slapp einn í gegn og brotið var á honum og víti og rautt. Bragi tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi. Manni færri náðu Ægismenn að minnka muninn með draumamarki af 25 metrum uppí samskeytin. Lítið hægt að gera við því.

Við kláruðum svo leikinn algjörlega með tveim mörkum það fyrra frá Guðbirni með skalla eftir hornspyrnu og það seinna frá Braga sem hafði sloppið einn í gegn. Frábær leikur hjá okkar mönnum sem fengu fleiri færi til að bæta við. Simmi sem stóð vaktina í markinu gerði svo vel í lokin þegar hann varði víti frá Ægismönnum.

Álftanes - SIndri

Álftanes lék sinn annan leik í deildarbikarnum á sunnudeginum og mætti 2.deildar liði Sindra. Sindra menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og hraða og komust snemma yfir en þar var að verki uppaldi Álftnesingurinn í liði sindra Sigurður Bjarni jónsson sem skoraði.

Það tók okkar menn smá tíma að verjast tempóinu í leiknum en þegar því var náð komust okkar menn meira inní leikinn og jöfnuðu með marki frá Braga Þór Kristinssyni. við fengum nokkur færi til að komast yfir en þaðvoru Sindramenn sem komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með hálf slysalegu marki.

Síðari hálfleikurinn byrjaði svo hræðilega þar sem sindramenn bættu við tveimur mörkum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og hefðu getað bætt við við fimmta marki sínu en Simmi varði víti annan leikinn í röð.

Okkar menn voru þó langt frá því að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt mark með tveimur mörkum en það voru bræðurnir Pétur og Guðbjörn Sæmundssynir sem sáu um sitthvort skalla markið eftir hornspyrnur.

Þrátt fyrir nokkur mjög fín tækifæri tókst okkar mönnum ekki að jafna en leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Sindra seinasta korterið. Samt sem áður fín frammistaða og margt jákvætt í leik okkar manna gegn liði í deild fyrir ofan. Næsti leikur er svo gegn KFR á Samsung vellinum 28 Mars. (Frétt frá heimasíðu mfl.ka - https://www.facebook.com/MeistaraflokkurAlftaness)