
Meistaraflokkur kvenna keppir á Íslandsmótinu í futsal á sunnudaginn kemur. Fyrsta umferð fer fram í íþróttahúsinu á Álftanesi og hefst fyrsti leikur kl. 14:00. Álftanes mun spila við Aftureldingu, Fjölni og Víking Ólafsfirði. Í fyrra spilaði Álftanes til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og tapaði þá naumlega fyrir Val. Leikir Álftaness á sunnudaginn verða sem hér segir:
1 | sun. 23. nóv | 14:00 | Innimót - B riðill kvenna | Álftanes | Afturelding | Álftanes | ||
2 | sun. 23. nóv | 15:30 | Innimót - B riðill kvenna | Álftanes | Álftanes | Víkingur Ó. | ||
3 | sun. 23. nóv | 17:00 | Innimót - B riðill kvenna | Álftanes | Fjölnir | Álftanes |