Álftanesmótið

simamot 1Álftanesmótið verður haldið laugardaginn 8. júní fyrir 6. og 7. flokk kvenna í knattspyrnu. Mótið fer fram á grasvellinum við Íþróttahús Álftaness.

Stúlkur í 7. flokki spila frá kl. 10 – 11:30 og stúlkur í 6. flokki spila frá kl. 12:00 – 14:30.

 Mótsgjald er 2000 kr. á stúlku og innifalið er verðlaunapeningur, glaðningur, pizza og svali.

Sölutjald verður á svæðinu á vegum foreldraráðs með ýmsar veitingar til sölu. Einnig viljum við minna á að mótið er haldið við eina glæsilegustu sundlaug landsins og ókeypis er fyrir börn að 11 ára aldri.

Minnum á að foreldrar og stuðningsmenn  eru fyrirmynd og  endurspegla liðsanda í hverju félagi. Verum jákvæð og hvetjandi og höfum gaman saman.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Mótsnefndin