Bikarsigrar hjá meistaraflokkunum

alftanes hk mfl kvMeistaraflokkar karla og kvenna unnu góða sigra í Borgunarbikarnum í síðustu viku. Strákarnir tóku á móti Elliða og unnu öruggan 3-0 sigur með mörkum frá Guðbirni Sæmundssyni (2) og Andra Janussyni. Álftanes dróst svo á mót úrvalsdeildarliði Víkings Ólafsvík í næstu umferð og fer leikurinn fram á Bessastaðavelli fimmtudaginn 30.maí kl. 19:15. Stelpurnar spiluðu við ÍR á Bessastaðavelli og náðu að landa baráttusigri 4-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Mörkin skoruðu Edda Mjöll Karlsdóttir (2), Jóhanna Sigurþórsdóttir og Erna Birgisdóttir. Stelpurnar spila við Hauka í næstu umferð og fer leikurinn frá á Ásvöllum þriðjudaginn 28.maí kl. 20:00. Nánari umfjöllun um leikinn á móti ÍR má sjá á nýrri heimasíðu flokksins - alftanes.net.