Úrslitakeppni Íslandsmótsins í Futsal innanhússknattspyrnu - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, 8. apríl, var leikið í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Futsal innanhússknattspyrnu. Leikið var í íþróttahúsinu á Álftanesi. Fimm lið mættu til keppni, þ. e. Álftanes, Breiðablik, Fjölnir, Fylkir og Snæfellsnes.

Úrslit urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Snæfellsnes: 3-0 (Alex 1, Atli 1, Gylfi Karl 1).
Álftanes – Fylkir: 3-2 (Atli 3).
Álftanes – Breiðablik: 2-3 (Alex 1, Atli 1). 
Álftanes – Fjölnir: 3-8 (Alex 1, Atli 1, Gylfi Karl 1). 

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness 3.-4. sæti sem verður að teljast vel viðunandi.

Heilt yfir erum við þjálfarar ánægðir með frammistöðuna. Drengir léku vel og agað en um afar sterkt mót var að ræða, líklega hið sterkasta sem við þjálfarar höfum tekið þátt í hjá 4. aldursflokki. Afar mikið jafnræði var með liðum og má nefna að síðasti leikur Álftaness var úrslitaleikur um hvort Álftanes eða Fjölnir ynni mótið. Að þessu sinni voru Fjölnisdrengir sterkari en þó var um hörkuleik að ræða sem var lengstum í járnum.

Okkar drengir voru engir eftirbátar hinna bestu en það sem skildi að var að einkum í liðum Fjölnis og Breiðabliks voru einfaldlega fleiri drengir sem höfðu betri tök á grunnatriðum knattspyrnunnar, s. s. móttöku, sendingum og að halda knetti. Það er alls ekki óeðlilegt þar sem iðkendafjöldi hjá þeim félögum er margfalt meiri en hjá Álftanesi.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Aukaæfing fyrir Futsal

Sæl, öllsömul!

Þeir drengir sem leika eiga í Futsal á sunnudag eru hér mér boðaðir á stutta aukaæfingu á laugardag, kl. 16. Æfingin mun fara fram úti á battavelli en þar verður farið yfir taktísk atriði o. fl. fyrir mótið.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Úrslitakeppni í Futsal innanhússknattspyrnu

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, 7. apríl, fer fram úrslitakeppni Íslandsmótsins í Futsal innanhússknattspyrnu. Mótið hefst kl. 13:30 en leikið verður á Álftanesi. Mótherjar verða Fylkir og Snæfellsnes og síðan eitt lið til viðbótar, eftir því hvernig mótið spilast, en við þann mótherja verður leikið um sæti.

Sömu drengir og tóku þátt í undanriðli eru boðaðir. Magnús er forfallaður og kemur Elías í hans stað.

Drengir þurfa að vera mættir kl. 12:30 í íþróttahúsið umræddan dag.

Brýnt er að drengir undirbúi sig vel og taki því rólega um helgina og mæti eins vel tilbúnir til leiks og unnt er. Mælst er til þess að öll afþreying, þar sem áhersla er á líkamlega áreynslu, verði í lágmarki á föstudag og laugardag. Ekki er t. d. mælt með því að drengir hagi undirbúningi sínum með því að eyða öllum laugardeginum til skíðaiðkunar, með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu íþrótt. Þá er mælst til þess að drengir fari snemma að sofa á laugardagskvöld. Loks er mælst til þess að sykurneysla og tölvunotkun verði í lágmarki daginn fyrir mót. Góður göngutúr og sundferð á laugardag væri t. d. upplögð.

Athygli er vakin á því að nokkuð margir drengir eru boðaðir. Reikna má með að einhverjir drengir leiki meira en aðrir. Þá er ekki víst að allir muni leika yfirhöfuð. Það kemur þó í ljós.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Páskafrí - tilhögun

Sæl, öllsömul!

Frí verður frá æfingum frá 28. mars til 1. apríl nk. Síðasta æfing fyrir páska er því á miðvikudag, 27. mars, og fyrsta æfing eftir páska þriðjudaginn 2. apríl.

Tekið skal fram að hvorki er morgunæfing þriðjudaginn 26. mars né 2. apríl.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.